Sjónarmið Einar Benediktsson skrifar 19. september 2014 07:00 Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun