Sjónarmið Einar Benediktsson skrifar 19. september 2014 07:00 Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Leiðtogafundi NATO í Wales er almennt fagnað fyrir ákvarðanir um endurvakningu bandalagsins varðandi gæslu varna Evrópu. Skeið friðsamlegrar sambúðar var rofið af Rússlandi með innrás í Úkraínu og innlimun Krímskaga. Ekki stóð á viðbrögðum NATO-ríkja um fordæmingu valdaránsins, einkum með vaxandi efnahagslegum þvingunaraðgerðum. Á þessu er hert með þeirri ákvörðun leiðtogafundarins að stofna nýtt 4.000-5.000 manna hraðlið, staðsett í Póllandi, sem verði í fylkingarbrjósti fjölmennari viðbragðssveita. Margítrekað var, að árás á grannríki Rússlands í Austur-Evrópu væri árás á allt Atlantshafsbandalagið, samkvæmt 5. gr. stofnsáttmála þess. Á því ákvæði frá 1949 hefði síðan hvílt friður í Evrópu. Verkefnið til lengri tíma er að endurnýja samkomulag gert eftir kalda stríðið um sambúð vesturs og austurs með tilliti til nýrra ágreiningsmála. Tryggja þarf friðsæla framtíð frjálsrar Úkraínu og grannríkja og spennulaust norðurskaut.Kallar á aðild Íslands Á þeim 25 árum sem liðin eru frá lokum kalda stríðsins hefur margt breyst. Uppi eru glundroðakenningar vegna þess að „bandaríski friðurinn“ sé að leysast upp smátt og smátt, eins og Joschka Fisher kemst að orði í ágætri grein í Morgunblaðinu 8. september. Ekki er að undra að í fréttatilkynningu leiðtogafundarins sé lögð áhersla á samstarf NATO við ESB, sérstakan og nauðsynlegan samstarfsaðila. Staðan er hins vegar sú, að enn gefur hernaðarmáttur Bandaríkjanna vörnum Evrópu trúverðugleik. Flestar Evrópuþjóðir NATO og Kanada hafa ekki skilað sínum hlut í útgjöldum til varnarmála. Fjármálahrunið 2007 og efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfarið er þar ein orsökin. En fari svo, sem vel gæti orðið, að Bandaríkin dragi sig frá því að vera burðarás Evrópuvarna, samhliða því að ógnin af yfirgangi Rússa sé til langs tíma, leiðir af sjálfu að ESB-lönd munu þétta raðir sínar. Stórt skref í ESB-samrunanum væri náið evrópskt varnarsamstarf en einmitt það hafa Bandaríkin lagt mikla áherslu á undanfarin ár. Slík þróun ESB verður naumast án hagvaxtar í stöðugleika og bættrar starfsemi evrusvæðisins. Martin Wolf hjá Financial Times er gagnrýninn mjög á evrusamstarfið í nýútkominni bók, „The Shifts and the Shocks“, m.a. vegna vöntunar á eftirlitsvaldi yfir bankakerfinu og andstöðu, aðallega frá Þjóðverjum, um að beita ríkisfjármálum sem hagstjórnartæki og útgáfu evruskuldabréfa. En það er á fjármálasviðinu, sem ESB vinnur að því að hraða þróun Bankabandalags Evrópu með viðeigandi eftirlitshlutverki og þjóðhagsvarúðarreglum. Þátttaka í þessu samstarfi kallar á aðild Íslands að ESB.Ógn og ásælni Það fer minna en skyldi fyrir ógninni af Rússum á Norðurslóðum. Eftir ítrekaðar yfirlýsingar Pútíns í vetur um að hafin skyldu mikil umsvif á norðurskautinu undir hervernd, er sú stefna í fullri framkvæmd með opnun gamalla herstöðva við Íshafið. Það gefur tilefni til stöðugs í stað tímabundins eftirlitsflugs NATO-landa, Svíþjóðar og Finnlands hér við land og að sjálfsögðu aukinnar skipulegrar þátttöku okkar. Þá er ásælni Kínverja í aðstöðu hér vandamál sem bægja þarf frá varanlega. Risahöfn eða olíuboranir eru umhverfisvá sem við leyfum ekki. Í nýlegum skrifum um Kína, er Afríka sögð „hitt“ meginland þeirra því þangað hefur flust um ein milljón Kínverja til búsetu og uppbyggingar nýs heimsveldis. Sú stefna var tekin af ríkisstjórninni við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu, að Ísland styddi stefnu og aðgerðir NATO og það er mikilsvert. Þá er það stöðugt verkefni að efla tvíhliða varnarsamstarfið við Bandaríkin en í þeim efnum eiga þjóðir okkar þá samleið, sem hófst 1941. En við lifum mjög breytta tíma mikilla viðsjáa. Við erum nátengd því Evrópusamstarfi, sem við eigum heima í að fullu og öllu og nú er vaxandi hagsmunamál. Nær helmingur Íslendinga vill að lokið sé aðildarviðræðunum við ESB. Það er tilefni endurvakningar þess pólitíska vilja sem á árum áður tryggði hagsmuni okkar með aðild að Atlantshafsbandalaginu, gerð varnarsamningsins við Bandaríkin og þátttöku í Evrópusamrunanum frá aðild að EFTA til þátttöku í EES.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun