„Ríka fólkið“ Willum Þór Þórsson skrifar 26. september 2014 07:00 Í fréttatilkynningu ASÍ sl. föstudag, undir fyrirsögn „Ríkisstjórn ríka fólksins“, er því haldið fram að stjórnvöld leggi kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Finna má í haggögnum upplýsingar um að vel yfir 90% félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði eru í efsta þrepi eða miðþrepi tekjuskatts. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga á almennum vinnumarkaði voru 425 þúsund í maí 2013. Einungis um 3% af fullvinnandi launamönnum á Íslandi voru með heildarlaun undir 250 þúsund krónum á árinu 2013. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 526 þúsund á því ári. Þetta er sem sagt „ríka fólkið“ sem ríkisstjórnin eflir með skattalækkunum í því skyni að auka verðmætasköpun og bæta hag allra. „Ríka fólkið“ sem ASÍ nefnir svo í slagorðaskyni eru félagsmenn ASÍ í þessum skilningi. Ríkisstjórnin byggir stefnu sína á að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa. Þetta hefur gengið eftir eins og hagtölur sýna glöggt. Aukin verðmætasköpun og minni skuldir heimila leiða til bættrar stöðu allra tekjuhópa. ASÍ ber enda ekki brigður á það í fréttatilkynningu sinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur á þessu ári og næsta, eða sem svarar um 5% aukningu ráðstöfunartekna. Þetta er gríðarleg aukning ráðstöfunartekna á stuttum tíma. Auknar ráðstöfunartekjur vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar koma til vegna leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna, lægri skatta og afnáms vörugjalda. Lægri skattar og minni skuldir koma þeim til góða með beinum hætti sem greiða skatta og skulda húsnæðislán. Meiri verðmætasköpun sem leiðir af lægri sköttum, einfaldara skattkerfi og minni skuldum kemur hins vegar öðrum hópum til góða og gefur færi á frekari aðgerðum til að bæta hag þeirra.Bæta kjör alls launafólks Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæta kjör alls launafólks. Leiðrétting húsnæðislána kemur þeim skuldurum best sem minnstar hafa tekjurnar. Leiðréttingin nemur að meðaltali ríflega þriðjungi árstekna heimila með undir 330 þúsund í mánaðartekjur á meðan hún nemur um 8% af árstekjum tekjuhæstu heimila. Tæplega tveir þriðju hlutar leiðréttingarinnar fara til heimila með mánaðartekjur undir 670 þúsund. Leiðréttingin mun því gagnast félagsmönnum ASÍ afar vel. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til almannatrygginga, (þ.e. lífeyristryggingar og félagsleg aðstoð) aukast um 2,4 milljarða, að frátöldum bótahækkunum en þær nema um 3 milljörðum til viðbótar. Hér er um að ræða hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingu á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Ósanngjarn auðlegðarskattur, sem settur var á tímabundið af síðustu ríkisstjórn, var ekki framlengdur. Að auki má nefna aðrar skattabreytingar í tíð ríkisstjórnarinnar, svo sem nýtingu séreignarsparnaðar sem ráðstafað er til íbúðakaupa og til lækkunar á höfuðstól, aukna tekjutengingu barnabóta, stimpilgjöld felld niður af lánsskjölum við fasteignakaup, tryggingagjald lækkað og virðisaukaskattur lækkaður af bleium. Því fer fjarri að ríkisstjórnin þjóni hagsmunum best stæðu heimila landsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nýtast öllum launamönnum. Sú staðreynd að tekjufrumvarp fjárlaganna hefur aldrei komið jafn snemma fram gefur aukið svigrúm til samvinnu stjórnvalda og samtaka launþega til að tryggja áframhaldandi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttatilkynningu ASÍ sl. föstudag, undir fyrirsögn „Ríkisstjórn ríka fólksins“, er því haldið fram að stjórnvöld leggi kapp á að auka ráðstöfunartekjur best stæðu heimila landsins langt umfram þau tekjulægri. Finna má í haggögnum upplýsingar um að vel yfir 90% félagsmanna ASÍ á almennum vinnumarkaði eru í efsta þrepi eða miðþrepi tekjuskatts. Meðalheildarlaun ASÍ-félaga á almennum vinnumarkaði voru 425 þúsund í maí 2013. Einungis um 3% af fullvinnandi launamönnum á Íslandi voru með heildarlaun undir 250 þúsund krónum á árinu 2013. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 526 þúsund á því ári. Þetta er sem sagt „ríka fólkið“ sem ríkisstjórnin eflir með skattalækkunum í því skyni að auka verðmætasköpun og bæta hag allra. „Ríka fólkið“ sem ASÍ nefnir svo í slagorðaskyni eru félagsmenn ASÍ í þessum skilningi. Ríkisstjórnin byggir stefnu sína á að öflugt atvinnulíf sé undirstaða vaxtar og velferðar. Í stefnuyfirlýsingu hennar segir að ríkisstjórnin muni leggja kapp á að skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og fjölgun starfa. Þetta hefur gengið eftir eins og hagtölur sýna glöggt. Aukin verðmætasköpun og minni skuldir heimila leiða til bættrar stöðu allra tekjuhópa. ASÍ ber enda ekki brigður á það í fréttatilkynningu sinni að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni skila heimilunum 40 milljörðum í auknar ráðstöfunartekjur á þessu ári og næsta, eða sem svarar um 5% aukningu ráðstöfunartekna. Þetta er gríðarleg aukning ráðstöfunartekna á stuttum tíma. Auknar ráðstöfunartekjur vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar koma til vegna leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum heimilanna, lægri skatta og afnáms vörugjalda. Lægri skattar og minni skuldir koma þeim til góða með beinum hætti sem greiða skatta og skulda húsnæðislán. Meiri verðmætasköpun sem leiðir af lægri sköttum, einfaldara skattkerfi og minni skuldum kemur hins vegar öðrum hópum til góða og gefur færi á frekari aðgerðum til að bæta hag þeirra.Bæta kjör alls launafólks Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæta kjör alls launafólks. Leiðrétting húsnæðislána kemur þeim skuldurum best sem minnstar hafa tekjurnar. Leiðréttingin nemur að meðaltali ríflega þriðjungi árstekna heimila með undir 330 þúsund í mánaðartekjur á meðan hún nemur um 8% af árstekjum tekjuhæstu heimila. Tæplega tveir þriðju hlutar leiðréttingarinnar fara til heimila með mánaðartekjur undir 670 þúsund. Leiðréttingin mun því gagnast félagsmönnum ASÍ afar vel. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að framlög til almannatrygginga, (þ.e. lífeyristryggingar og félagsleg aðstoð) aukast um 2,4 milljarða, að frátöldum bótahækkunum en þær nema um 3 milljörðum til viðbótar. Hér er um að ræða hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega og framlengingu á hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja. Ósanngjarn auðlegðarskattur, sem settur var á tímabundið af síðustu ríkisstjórn, var ekki framlengdur. Að auki má nefna aðrar skattabreytingar í tíð ríkisstjórnarinnar, svo sem nýtingu séreignarsparnaðar sem ráðstafað er til íbúðakaupa og til lækkunar á höfuðstól, aukna tekjutengingu barnabóta, stimpilgjöld felld niður af lánsskjölum við fasteignakaup, tryggingagjald lækkað og virðisaukaskattur lækkaður af bleium. Því fer fjarri að ríkisstjórnin þjóni hagsmunum best stæðu heimila landsins. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nýtast öllum launamönnum. Sú staðreynd að tekjufrumvarp fjárlaganna hefur aldrei komið jafn snemma fram gefur aukið svigrúm til samvinnu stjórnvalda og samtaka launþega til að tryggja áframhaldandi stöðugleika og aukinn kaupmátt.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun