Miðaldra og skulda umtalsverð námslán Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2014 07:00 Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna voru til umræðu á Alþingi. Vísir/Daniel Nú eru 67 námsmenn 50 ára og eldri í námi og fá námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Heildarnámslánaskuldir þessa hóps nema 729 milljónum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Illugi sagði að þessu fólki, sem væri komið yfir miðjan aldur og væri enn í námi, myndi ekki auðnast að greiða námslán sín tilbaka. Hann sagði jafnframt að meðalaldur lánþega LÍN væri að hækka og sömuleiðis lánin. Það tæki fólk að meðaltali 20 ár að endurgreiða lánin nú en árið 2009 hefði sá tími verið 14 ár.Illugi GunnarssonÞað var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna um LÍN. Hún spurði ráðherra hvort í bígerð væri frumvarp um lækkun á höfuðstól verðtryggðara námslána og vísaði þingmaðurinn til höfuðstólslækkunar á húsnæðislánum. Ráðherra sagði að slíkt frumvarp væri ekki í farvatninu, lækkun á höfuðstól verðtryggðra lána hefði verið bundin við íbúðalán eingöngu. Ef til þess kæmi að slíkt frumvarp yrði lagt fram yrði það fjármálaráðherra en ekki menntmálaráðherra sem hefði forgöngu um það. Sigríður Ingibjörg spurði ráðherrann einnig um það hvort það væri eðlilegt að fólk væri enn að greiða af námslánum eftir að það hefði náð 67 ára aldri og væri komið á eftirlaun. Ráðherrann sagði að námslán eins og önnur lán, svo sem húsnæðislán, ættu sér framhaldslíf þó að lánþeginn færi á eftirlaun. Illugi sagði að það mætti gera ráð fyrir því að námið sem hefði verið fjármagnað með lánum hefði leitt til þess að tekjur hefðu aukist á starfsævinni sem lánþeginn myndi njóta þegar kæmi að eftirlaunaaldri. Sigríður Ingibjörg IngadóttirÞá kom fram að það myndi kosta 700 til 800 milljónir á ári að fella lánin niður við 67 ára aldur. Á 17 árum myndi sá kostnaður nema 22 milljörðum króna. Nokkrir þingmenn spurðu Illuga út í ábyrgðarmannakerfið og hvort ekki væri rétt að breyta því svo erfingjar ábyrgðarmanna sætu ekki uppi með ábyrgðir á lánum sem þeir hefðu oft á tíðum ekki vitað af. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að hann treysti því að menntamálaráðherra breytti ábyrgðarreglum á eldri námslánum. Illugi Gunnarsson svaraði því ekki hvort einhverjar breytingar stæðu til á ábyrgðarmannakerfi eldri lána. Alþingi Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29 LÍN fylgir ekki almennum reglum í samfélaginu Hæstiréttur mun dæma í máli ábyrgðarmanns námsláns í vetur sem getur orðið til þess að ábyrgðir námslána verði ógiltar, vinni ábyrgðarmaðurinn málið. 5. október 2014 18:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Nú eru 67 námsmenn 50 ára og eldri í námi og fá námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Heildarnámslánaskuldir þessa hóps nema 729 milljónum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra í sérstökum umræðum á Alþingi í gær um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Illugi sagði að þessu fólki, sem væri komið yfir miðjan aldur og væri enn í námi, myndi ekki auðnast að greiða námslán sín tilbaka. Hann sagði jafnframt að meðalaldur lánþega LÍN væri að hækka og sömuleiðis lánin. Það tæki fólk að meðaltali 20 ár að endurgreiða lánin nú en árið 2009 hefði sá tími verið 14 ár.Illugi GunnarssonÞað var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna um LÍN. Hún spurði ráðherra hvort í bígerð væri frumvarp um lækkun á höfuðstól verðtryggðara námslána og vísaði þingmaðurinn til höfuðstólslækkunar á húsnæðislánum. Ráðherra sagði að slíkt frumvarp væri ekki í farvatninu, lækkun á höfuðstól verðtryggðra lána hefði verið bundin við íbúðalán eingöngu. Ef til þess kæmi að slíkt frumvarp yrði lagt fram yrði það fjármálaráðherra en ekki menntmálaráðherra sem hefði forgöngu um það. Sigríður Ingibjörg spurði ráðherrann einnig um það hvort það væri eðlilegt að fólk væri enn að greiða af námslánum eftir að það hefði náð 67 ára aldri og væri komið á eftirlaun. Ráðherrann sagði að námslán eins og önnur lán, svo sem húsnæðislán, ættu sér framhaldslíf þó að lánþeginn færi á eftirlaun. Illugi sagði að það mætti gera ráð fyrir því að námið sem hefði verið fjármagnað með lánum hefði leitt til þess að tekjur hefðu aukist á starfsævinni sem lánþeginn myndi njóta þegar kæmi að eftirlaunaaldri. Sigríður Ingibjörg IngadóttirÞá kom fram að það myndi kosta 700 til 800 milljónir á ári að fella lánin niður við 67 ára aldur. Á 17 árum myndi sá kostnaður nema 22 milljörðum króna. Nokkrir þingmenn spurðu Illuga út í ábyrgðarmannakerfið og hvort ekki væri rétt að breyta því svo erfingjar ábyrgðarmanna sætu ekki uppi með ábyrgðir á lánum sem þeir hefðu oft á tíðum ekki vitað af. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að hann treysti því að menntamálaráðherra breytti ábyrgðarreglum á eldri námslánum. Illugi Gunnarsson svaraði því ekki hvort einhverjar breytingar stæðu til á ábyrgðarmannakerfi eldri lána.
Alþingi Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29 LÍN fylgir ekki almennum reglum í samfélaginu Hæstiréttur mun dæma í máli ábyrgðarmanns námsláns í vetur sem getur orðið til þess að ábyrgðir námslána verði ógiltar, vinni ábyrgðarmaðurinn málið. 5. október 2014 18:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20
Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30
Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29
LÍN fylgir ekki almennum reglum í samfélaginu Hæstiréttur mun dæma í máli ábyrgðarmanns námsláns í vetur sem getur orðið til þess að ábyrgðir námslána verði ógiltar, vinni ábyrgðarmaðurinn málið. 5. október 2014 18:53