Náttúrunni er ógnað Þórarinn Eyfjörð skrifar 12. desember 2014 07:00 Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að getað hlustað eftir tíðarandanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvernig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast. Hjá lítilli þjóð í litlu og viðkvæmu hagkerfi geta lagasetningar stjórnvalda haft gríðarlega afdrifaríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir að valdhafar séu færir um að spila rétt úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og forðist að setja allt í bál og brand með ákvörðunum sínum. Á síðustu dögum hafa þrjár óskahugmyndir valdamanna varðandi sameiginlegan þjóðarauð Íslendinga komið fram og er hver og ein þeirra til þess fallin að setja allt á annan endann í samfélaginu. Versta útfærslan Fyrst er til að taka að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú keyrt hugmynd sína um svokallaðan náttúrupassa í gegn um ríkisstjórn og kemur hún því til kasta Alþingis. Sú útfærsla sem nú er kynnt til sögunnar, er sú versta af nokkrum mögulegum eins og margoft hefur verið bent á. Fyrir réttu ári þá fullyrti ráðherra ferðamála að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Útfærslan í hennar höndum liggur nú fyrir og ljóst er að Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að þvinga þessa óhæfu ofan í þjóðina. Þessi útfærsla ráðherrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Hún er einnig í algerri andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin í landinu, Samtök útivistarfélaga, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri. Þessir aðilar hafa í riti og ræðu harðlega mótmælt þessari útfærslu. Galin hugmynd Mun áhrifaríkari leiðir eru fyrir hendi, með minni tilkostnaði, einfaldari innheimtu og með mun sterkari tekjustofni. Um þær leiðir væri hægt að mynda breiða og þétta samstöðu alls almennings. Fyrir utan hvað hugmynd ráðherra er vond í utanumhaldi þá er hér einnig gerð aðför að almannarétti allra Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Um útfærslu iðnaðarráðherra mun aldrei nást samstaða. Í öðru lagi þá var stríðshanskanum kastað með tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það mál er reyndar allt hið furðulegasta og það má spyrja sig hvað atvinnuveganefnd og formanni hennar gangi til? Það fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur út fyrir að þessi aðkoma nefndarinnar að málinu sé í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætlunarlaga. Kjarni málsins er þó sá að sé einungis litið til þeirra náttúruauðæva sem hér liggja undir, er vandséð að um málið náist nokkur sátt við áhugafólk um ferðamennsku og náttúruvernd. Það að setja Hagavatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir og Hólmsárvirkjun við Atley í nýtingarflokk, er hreint út sagt galin hugmynd. Um virkjanir á þessum viðkvæmu náttúruperlum og ferðamannastöðum mun aldrei nást nein sátt. Óafturkræfar skemmdir Þriðja vitleysishugmyndin er óskadraumur Landsnets og Vegagerðarinnar um að leggja risalínu yfir Sprengisand með tilheyrandi uppbyggðum heilsársvegi. Það er reyndar með nokkrum ólíkindum að nokkrum manni skuli yfirleitt detta í hug að eyðileggja þessa einstöku perlu sem miðhálendi Íslands er. Því hefur verið haldið fram að fyrirhuguð lína sé til að tryggja afhendingu rafmagns almennt. 220kV háspennulína um Sprengisand hefur flutningsgetu langt umfram það. Reyndar hefur verið fullyrt að línan eigi að tryggja rafmagn til stóriðju á Austurlandi. Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa mikil og óafturkræf áhrif á miðhálendið. Framkvæmdum myndi fylgja óásættanleg áhrif á náttúru, landslag og víðerni en einnig skerða möguleika á útivist og ferðaþjónustu á hálendinu. Hálendið eins og við þekkjum það í dag, myndi því tilheyra fortíðinni með tilheyrandi skaða fyrir núverandi og ókomnar kynslóðir. Af þessari upptalningu má draga einfalda ályktun: stjórnvöld og ráðamenn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði við náttúruunnendur, ferðaþjónustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöldum tekst að koma þessum áformum sínum í framkvæmd þá tapa allir þegar til lengri tíma er litið. Því er það nauðsynlegt að allir unnendur ferðamennsku og íslenskrar náttúru leggi sitt af mörkum í baráttunni sem fram undan er. Munum það að við fáum eflaust ekki nema eitt tækifæri til að koma þessum málum í réttan farveg því verstu skemmdirnar sem stefnt er að eru óafturkræfar. Gleymum því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að getað hlustað eftir tíðarandanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvernig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast. Hjá lítilli þjóð í litlu og viðkvæmu hagkerfi geta lagasetningar stjórnvalda haft gríðarlega afdrifaríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir að valdhafar séu færir um að spila rétt úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og forðist að setja allt í bál og brand með ákvörðunum sínum. Á síðustu dögum hafa þrjár óskahugmyndir valdamanna varðandi sameiginlegan þjóðarauð Íslendinga komið fram og er hver og ein þeirra til þess fallin að setja allt á annan endann í samfélaginu. Versta útfærslan Fyrst er til að taka að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú keyrt hugmynd sína um svokallaðan náttúrupassa í gegn um ríkisstjórn og kemur hún því til kasta Alþingis. Sú útfærsla sem nú er kynnt til sögunnar, er sú versta af nokkrum mögulegum eins og margoft hefur verið bent á. Fyrir réttu ári þá fullyrti ráðherra ferðamála að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Útfærslan í hennar höndum liggur nú fyrir og ljóst er að Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að þvinga þessa óhæfu ofan í þjóðina. Þessi útfærsla ráðherrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Hún er einnig í algerri andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin í landinu, Samtök útivistarfélaga, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri. Þessir aðilar hafa í riti og ræðu harðlega mótmælt þessari útfærslu. Galin hugmynd Mun áhrifaríkari leiðir eru fyrir hendi, með minni tilkostnaði, einfaldari innheimtu og með mun sterkari tekjustofni. Um þær leiðir væri hægt að mynda breiða og þétta samstöðu alls almennings. Fyrir utan hvað hugmynd ráðherra er vond í utanumhaldi þá er hér einnig gerð aðför að almannarétti allra Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Um útfærslu iðnaðarráðherra mun aldrei nást samstaða. Í öðru lagi þá var stríðshanskanum kastað með tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það mál er reyndar allt hið furðulegasta og það má spyrja sig hvað atvinnuveganefnd og formanni hennar gangi til? Það fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur út fyrir að þessi aðkoma nefndarinnar að málinu sé í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætlunarlaga. Kjarni málsins er þó sá að sé einungis litið til þeirra náttúruauðæva sem hér liggja undir, er vandséð að um málið náist nokkur sátt við áhugafólk um ferðamennsku og náttúruvernd. Það að setja Hagavatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir og Hólmsárvirkjun við Atley í nýtingarflokk, er hreint út sagt galin hugmynd. Um virkjanir á þessum viðkvæmu náttúruperlum og ferðamannastöðum mun aldrei nást nein sátt. Óafturkræfar skemmdir Þriðja vitleysishugmyndin er óskadraumur Landsnets og Vegagerðarinnar um að leggja risalínu yfir Sprengisand með tilheyrandi uppbyggðum heilsársvegi. Það er reyndar með nokkrum ólíkindum að nokkrum manni skuli yfirleitt detta í hug að eyðileggja þessa einstöku perlu sem miðhálendi Íslands er. Því hefur verið haldið fram að fyrirhuguð lína sé til að tryggja afhendingu rafmagns almennt. 220kV háspennulína um Sprengisand hefur flutningsgetu langt umfram það. Reyndar hefur verið fullyrt að línan eigi að tryggja rafmagn til stóriðju á Austurlandi. Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa mikil og óafturkræf áhrif á miðhálendið. Framkvæmdum myndi fylgja óásættanleg áhrif á náttúru, landslag og víðerni en einnig skerða möguleika á útivist og ferðaþjónustu á hálendinu. Hálendið eins og við þekkjum það í dag, myndi því tilheyra fortíðinni með tilheyrandi skaða fyrir núverandi og ókomnar kynslóðir. Af þessari upptalningu má draga einfalda ályktun: stjórnvöld og ráðamenn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði við náttúruunnendur, ferðaþjónustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöldum tekst að koma þessum áformum sínum í framkvæmd þá tapa allir þegar til lengri tíma er litið. Því er það nauðsynlegt að allir unnendur ferðamennsku og íslenskrar náttúru leggi sitt af mörkum í baráttunni sem fram undan er. Munum það að við fáum eflaust ekki nema eitt tækifæri til að koma þessum málum í réttan farveg því verstu skemmdirnar sem stefnt er að eru óafturkræfar. Gleymum því ekki.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar