Fótbolti

Fyrrum samherji Ólafs Inga lést í bílslysi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Junior Malanda
Junior Malanda vísir/getty
Junior Malanda leikmaður Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta lést í bílslysi í dag á hraðbraut nærri Porta Westfalica. Malanda var fyrrum samherji Ólafs Inga Skúlasonar hjá Zulte Waregem.

Malanda var farþegi í bílnum sem var VW Touareg.  Annar farþegi var í bílnum auk ökumannsins og liggja báðir þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Aðstæður voru slæmar, bæði rigning og rok. Bílinn hafnaði á tré með þeim afleiðingum að Malanda flaug úr aftursætinu og var hann látinn þegar lögregla kom á vettvang.

Lögreglan telur bílinn hafa verið á ofsahraða þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.

Malanda gekk til liðs við Wolfsburg frá Zulte Waregem í heimalandi sínu sumarið 2013. Hann þótti mjög efnilegur varnarsinnaður miðjumaður en hann skoraði 2 mörk í 17 leikjum fyrir Wolsburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×