Vigdís Hauks um pósta Landverndar: „Ég líð ekki svona netárásir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 14:32 Rúmlega 700 póstar hafa verið sendir til þingmanna af einstaklingum í gegnum Landvernd. Vísir „Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira