Steingrímur útilokar ný kvótalög á vorþingi Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 12:15 Sjávarútvegsráðherra segir „ólíka hagsmuni“ stjórnmálaflokkanna standa í vegi þess að hann leggi fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir ágreing milli stjórnmálaflokkanna helstu ástæðu þess að boðað frumvarp hans um stjórn fiskveiða hafi ekki litið dagsins ljós á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir sterk hagsmunaöfl berjast gegn öllum breytingum og það sé útilokað að ný fiskveiðilög verði samþykkt á vorþingi. Eitt af þeim stóru málum sem bíða ríkisstjórnarinnar er frumvarp um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í svari við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata á Alþingi í gær að hann væri að vinna að frumvarpi sem byggði á þremur stoðum sem sáttanefnd frá árinu 2010 ræddi um sem vísað væri til í stjórnarsáttmála. Sigurður Ingi sagði að ágætlega hafi tekist að ná samráðsskilningi meðal hagsmunaaðila og verkalýðshreyfingar um þá þrjá þætti að þjóðin væri eigandi auðlindarinnar, útgerðin búi við fyrirsjáanleika og stöðugleika og veiðigjöldin verði hluti af fiskveiðistjórnuninni. En þau hafa verið ákveðin frá ári til árs frá því þau voru fyrst lögð á. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og sjávarútvegasráðherra síðustu ríkisstjórnar segir ekki við stjórnarandstöðuna að sakast í þessum efnum. „Nei, ég held að það sé náttúrlega alveg á hreinu að ráðherrann og ríkisstjórnin geta ekki gert stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir sínu eigin heimilisböli. Það er ósköp einfaldlega ljóst virðist vera að frumvarpið er strand og stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman,“ segir Steingrímur. Stjórnarandstaðan hafi eðlilega fyrirvara á málum sem hún hafi ekki einu sinn séð og aðeins fengið munnlega kynningu á frá ráðherra. „Og ætli veruleikinn sé ekki sá og gamalkunnur að það eru náttúrlega voldug öfl sem vilja engar breytingar gera á þessu kerfi. Nema þá helst þær að lækka enn veiðigjöldin,“ segir Steingrímur. Þrátt fyrir þau ánægjulegu tíðindi að það stefni væntanlega í enn eitt metárið í íslenskum sjávarútvegi, sérstaklega hjá stóru útgerðarfyrirtækjunum í uppsjávartegundum. Steingrímur segir boltann algerlega hjá stjórnarflokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur opnað fyrir að öll kvótaviðskipti fari fram á markaði og segir Steingrímur flokkinn jafnframt vera opnari fyrir því en Sjálfstæðisflokkinn að tillit verði tekið til byggðanna í kerfinu. Steingrímur segir útilokað að ný fiskveiðistjórnunarlög líti dagsins ljós á vorþingi og þar með áður en næsta fiskveiðiár hefst hinn 1. september. Breytingar sem þessar þurfi lengri tíma og vandaða umfjöllun. „Í ljósi reynslunnar. Við lentum auðvitað líka í þessu sem ríkisstjórn að vera að reyna að leggja fram frumvörp á útmánuðum og þau féllu á tíma. Þannig að ég tel að þessi vetur sé búinn hjá stjórninni og síðasta tilraun hennar til að gera eitthvað væri þá næsta haust,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira