Félagsmálaráðherra segir þörf á nýrri húsnæðisstefnu Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2015 19:15 vísir/gva Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur. Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir nauðsynlegt að breyta algjörlega um stefnu í húsnæðismálum, meðal annars til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Þá þurfi að styðja við fjölbreytta húsnæðiskosti, eins og til dæmis öflugan leigumarkað. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpi frá ráðherra um nýtt húsnæðiskerfi. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um ástand húsnæðismála og vanda ungs fólks við að eignast sitt fyrsta húsnæði. Menn hefðu flotið að feigðarósi í þessum málum undanfarin ár og áratugi. „Við höfum hjálpað fólki til þess að kaupa sér húsnæði með því að koma með bætur á vexti. Sem í rauninni gengur út á það að hvetja fólk til að skuldsetja sig. Það er hvatningin í kerfinu,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá gagnrýndi hann að lóðaverð sveitarfélaga væri alltof hátt og byggingareglugerðir flóknar og ítarlegar sem hækkaði byggingarkostnað. Honum sýndist húsnæðismálin á sömu leið og þau voru fyrir hrun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tók undir sjónarmið þingmannsins um að menn yrðu að forðast að endurtaka fyrri mistök. „Við þurfum að læra af reynslu síðustu ára og áratuga og við getum í rauninni ekki farið sömu leið aftur. Við getum ekki farið að hvetja aftur til þess að opna fyrir lánsveð. Við getum ekki aftur farið að hvetja til þess að hækka lánshlutföll. Heldur þurfum við að horfa á kerfið í heild sinni,“ sagði félagsmálaráðherra. Þá þyrfti að skoða fjölbreytt úrræði á húsnæðismarkaðnum, meðal annar með styrkingu öflugs leigumarkaðar. Allir þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni, bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, eru sammála um að húsnæðiskerfið sé í ólestri. En ekkert bólar enn á frumvarpi frá félagsmálaráðherra um heildarendurskoðun á húsnæðiskerfinu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sagði umræðu stjórnarliða einskorðast við möguleika fólks til að eignast íbúð, en sú lausn hentaði ekki miklum fjölda fólks. Einnig þyrfti að horfa til félagslegra úrræða. „Semsagt, eins og ég segi herra forseti, það er ágætt að stjórnarliðar ræði þessi mál sín í milli. En það gerist ósköp lítið meira en það,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira