Fótbolti

Doumbia til Rómar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Doumbia í marktækifæri gegn Roma, liðinu sem hann er nýgenginn til liðs við.
Doumbia í marktækifæri gegn Roma, liðinu sem hann er nýgenginn til liðs við. vísir/afp
Ítalska úrvalsdeildarliðið Roma hefur gengið frá kaupunum á framherjanum Seydou Doumbia frá CSKA Moskvu.

Hinn 27 ára gamli Doumbia gerði fjögurra og hálfs árs samning við Rómverja en kaupverðið var 10,8 milljónir punda. Það gæti þó hækkað upp í tæpar 12 milljónir með tímanum.

Doumbia, sem kemur frá Fílabeinsströndinni, gekk til liðs við CSKA Moskvu 2010 en áður hafði hann spilað í heimalandinu, Japan og Sviss.

Fílabeinsstrendingurinn skoraði 84 mörk í 130 leikjum fyrir CSKA Moskvu en hann varð rússneskur meistari í tvígang með liðinu.

Á síðasta tímabili var Doumbia markakóngur rússnesku deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 22 leikjum.

Doumbia getur byrjað að spila með Roma eftir Afríkukeppnina í Miðbaugs-Gíneu en Fílabeinsströndin mætir Alsír í átta-liða úrslitum keppninnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×