Segir ekkert að frétta í húsnæðismálum nema „einhverjar nefndir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 12:01 Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum.
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira