Lagt hefur verið fram frumvarp til laga á Alþingi um hagsmunaárekstra þingmanna. Flutningsmenn eru Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, og Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata.
Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að alþingismönnum verði skylt að gera opinberlega grein fyrir hagsmunum eða hagsmunaárekstrum við hvert mál sem þeir taka þátt í að vinna eða fjalla um á Alþingi.
Þá er mælt fyrir um breytingar á almennum hegningarlögum sem geri refsivert fyrir alþingismann að misnota stöðu sína með þeim hætti að nýta sér upplýsingar sem hann fær í starfi sínu, sem leynt eiga að fara, til að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings varði það fangelsi allt að þremur árum.
„Með frumvarpi þessu er lagt til að fest verði í lög ákvæði sem eiga að tryggja betur að alþingismenn starfi í þágu almennings í landinu en ekki þágu sérhagsmuna sinna eða annarra,“ segir í greinargerðinni.
Þingmenn geti sætt þriggja ára fangelsi misnoti þeir aðstöðu sína
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið


Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


Björguðu dreng úr gjótu
Innlent



„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent



Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent