Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Linda Blöndal skrifar 21. mars 2015 19:04 Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki. Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira