Körfubolti

Ellefti sigur Golden State í röð | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry spilaði vel í nótt eins og svo oft áður.
Curry spilaði vel í nótt eins og svo oft áður. vísir/getty
Golden State Warriors vann sinn ellefta leik í röð í nótt þegar liðið lagði Phoenix af velli í spennuþrungnum leik, 107-106. Leikið var í Oakland í Kalíforníu, en mikil spenna var fram á síðustu mínútu í leiknum.

Staðan í hálfleik var 44-55. Phoenix kom sér inn í leikinn með að finna leikhluta númer þrjú með fimm stigum, en þeir unnu þann síðasta einnig með fimm. Golden State því með eins stigs sigur.

Stephen Curry var enn og aftur stigahæstur hjá Golden State, en hann skoraði 28 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Liðið hefur nú unnið ellefu leiki í röð og er með 62 sigra, en einungis 13 töp í deildinni í vetur.

Hjá Phoenix var Eric Bledsoe stigahæstur. Phoenix var að tapa sínum fimmta leik í röð, en þeir hafa tapað 38 og unnið 38 leiki í vetur.

Cleveland, sem er komið í úrslitakeppnina, vann öruggan sigur á Miami, 114-88. Loul Deng gerði sautján stig fyrir Miami, en Chris Bosh var ekki með Miami og Dwayne Wayde þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

LeBron James og Kyrie Irving voru stigahæstir Cleveland-manna með 23 stig, en Miami hefur unnið 34 leiki í vetur og tapað 41.

James Harden hafði hægt um sig, ef svo mætti segja, þegar hann og samherjar hans í Houston unnu sjö stiga sigur á Dallas, 108-101. Harden skoraði 24 stig, en í fyrrinótt skoraði hann 51 stig. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 21 stig.

Houston er öruggt í úrslitakeppnina, en þeir hafa unnið 52 leiki í vetur og tapað 24. Dallas er með aðeins verra gengi; 46 sigra og 30 tapleiki. Houston er á leið í úrslitakeppnina eins og staðan er núna, en ekki Dallas.

Úrslit næturinnar:

Miami - Cleveland 88-114

Phoenix - Golden State 106-107

Houston - Dallas 108-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×