Körfubolti

NBA: New Orleans og Brooklyn síðustu liðin inn í úrslitakeppnina | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis fagnar í nótt.
Anthony Davis fagnar í nótt. Vísir/Getty
New Orleans Pelicans og Brooklyn Nets tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni á lokakvöld deildarkeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers sátu hinsvegar eftir.

Anthony Davis var með 31 stig og 13 fráköst þegar lið hans New Orleans Pelicans vann 108-103 á San Antonio Spurs og endaði ekki aðeins 11 leikja sigurgöngu Spurs heldur tryggði sér með því áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.

New Orleans Pelicans hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2011 og þetta verður í fyrsta sinn sem Anthony Davis spilar í úrslitakeppni. Tyreke Evans var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Pelicans-liðinu en Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio.

Russell Westbrook skoraði 37 stig í 138-113 stórsigri Oklahoma City Thunder á Minnesota Timberwolves en Oklahoma City sat eftir og komst ekki í úrslitakeppnina þar sem að New Orleans Pelicans vann meistara San Antonio Spurs. OKC missir því af úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá 2008-2009 tímabilinu.

Nýliðinn Bojan Bogdanovic skoraði 28 stig þegar Brooklyn Nets tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með 101-88 sigri á Orlando Magic. Brooklyn þurfti líka að treysta á það að Memphis myndi vinna Indiana sem varð raunin.

Marc Gasol var með 33 stig og 13 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann 95-83 sigur á Indiana Pacers og sá til þess Indiana-liðið komst ekki í úrslitakeppnina. C.J. Miles skoraði 26 stig fyrir Indiana og George Hill var með 20 stig.

James Harden var með þrefalda tvennu, 16 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar, þrátt fyrir að spila ekkert í fjórða leikhluta þegar Houston Rockets vann 117-91 sigur á Utah Jazz.

Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:

Toronto Raptors - Charlotte Hornets 92-87

Chicago Bulls Atlanta Hawks 91-85

Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers      114-98

Houston Rockets - Utah Jazz 117-91    

Milwaukee Bucks - Boston Celtics  100-105    

Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder     113-138

New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 108-103     

Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-88

Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 113-108  (framlengt)    

New York Knicks - Detroit Pistons 90-112    

Philadelphia 76ers - Miami Heat  101-105    

Memphis Grizzlies - Indiana Pacers  95-93    

Golden State Warriors - Denver Nuggets     133-126

Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 99-122

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×