Kennir sex námskeið en fær ekki að greiða atkvæði í rektorskjöri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 13:00 Katrín Lilja var nemandi við Háskóla Íslands 2005-2014 og hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara. Stundakennarar við Háskóla Íslands eru undanskildir nær öllum réttindum sem aðrir starfsmenn og nemendur skólans hafa. Fá þeir til að mynda ekki atkvæðisrétt í rektorskjöri sem fram fer í dag, en stundakennarar sinna um þrjátíu prósent af allri kennslu skólans. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða reglur skólans. Þær séu ósanngjarnar og eins og staðan sé núna séu skoðanir stundakennara einskis virði. Um sé að ræða vanþakklæti og vanvirðingu í garð stundakennara.Réttindaleysið ólöglegt „Ég er alveg viss um að þetta réttindaleysi sem við búum við sé ólöglegt. Þess vegna geri ég einfaldlega þær kröfur að þessu verði breytt. Það sem gerir þetta líka svo ósanngjarnt er að til dæmis nemandi á fyrsta ári, sem kannski er einungis skráður í einn áfanga, fær að kjósa en ekki við,“ segir Katrín Lilja í samtali við Vísi. Katrín hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara við skólann en þetta skólaár kennir hún sex námskeið og er skráð í kennslu í fjórum námskeiðum næstu önn. Starfshlutfall hennar fer oft vel yfir 100 prósent.„Kostar ekkert að hafa mig á kjörskrá“ „Það er reynt að ráða eins marga stundakennara og hægt er til að halda niðri kostnaði, því launin og annað eru umtalsvert lægri en hjá öðrum kennurum skólans. En það kostar skólann ekkert að hafa mig á kjörskrá. Þetta er bara afdráttarlaus vanvirðing og vanþakklæti í minn garð og allra sem eru í svipaðri stöðu,“ segir hún. Hún bætir því við að stundakennarar fái ekki mannsæmandi laun, ekki sumarfrí, fái ekki boð á árshátíð starfsmanna skólans, séu ekki í stéttarfélagi og hafi engan rétt til að semja um sín laun. Þá hafi stundakennarar ekki rétt á að verða veikir. Félag stundakennara við Háskóla Íslands, Hagstund, leitaði til umboðsmanns Alþingis árið 2013 og kvartaði yfir því að háskólinn mismunaði stundakennurum. Sögðu þeir í bréfi sínu að réttarstaða þeirra væri mjög takmörkuð og óljóst hvað varðai réttindi þeirra og skyldur. Umboðsmaður vísaði málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Katrín skrifaði færslu á Facebook um málið á föstudag, en hana má lesa hér fyrir neðan.Ég var nemandi við Háskóla Íslands árin 2005-2014. Síðan árið 2011 hef ég kennt sem stundakennari við skólann og með...Posted by Katrín Lilja Sigurðardóttir on 10. apríl 2015 Alþingi Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29 Rektorskjör fer fram í dag Nýr rektor verður að öllum líkindum kynntur í dag. 13. apríl 2015 09:53 Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11 Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Stundakennarar við Háskóla Íslands eru undanskildir nær öllum réttindum sem aðrir starfsmenn og nemendur skólans hafa. Fá þeir til að mynda ekki atkvæðisrétt í rektorskjöri sem fram fer í dag, en stundakennarar sinna um þrjátíu prósent af allri kennslu skólans. Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða reglur skólans. Þær séu ósanngjarnar og eins og staðan sé núna séu skoðanir stundakennara einskis virði. Um sé að ræða vanþakklæti og vanvirðingu í garð stundakennara.Réttindaleysið ólöglegt „Ég er alveg viss um að þetta réttindaleysi sem við búum við sé ólöglegt. Þess vegna geri ég einfaldlega þær kröfur að þessu verði breytt. Það sem gerir þetta líka svo ósanngjarnt er að til dæmis nemandi á fyrsta ári, sem kannski er einungis skráður í einn áfanga, fær að kjósa en ekki við,“ segir Katrín Lilja í samtali við Vísi. Katrín hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara við skólann en þetta skólaár kennir hún sex námskeið og er skráð í kennslu í fjórum námskeiðum næstu önn. Starfshlutfall hennar fer oft vel yfir 100 prósent.„Kostar ekkert að hafa mig á kjörskrá“ „Það er reynt að ráða eins marga stundakennara og hægt er til að halda niðri kostnaði, því launin og annað eru umtalsvert lægri en hjá öðrum kennurum skólans. En það kostar skólann ekkert að hafa mig á kjörskrá. Þetta er bara afdráttarlaus vanvirðing og vanþakklæti í minn garð og allra sem eru í svipaðri stöðu,“ segir hún. Hún bætir því við að stundakennarar fái ekki mannsæmandi laun, ekki sumarfrí, fái ekki boð á árshátíð starfsmanna skólans, séu ekki í stéttarfélagi og hafi engan rétt til að semja um sín laun. Þá hafi stundakennarar ekki rétt á að verða veikir. Félag stundakennara við Háskóla Íslands, Hagstund, leitaði til umboðsmanns Alþingis árið 2013 og kvartaði yfir því að háskólinn mismunaði stundakennurum. Sögðu þeir í bréfi sínu að réttarstaða þeirra væri mjög takmörkuð og óljóst hvað varðai réttindi þeirra og skyldur. Umboðsmaður vísaði málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Katrín skrifaði færslu á Facebook um málið á föstudag, en hana má lesa hér fyrir neðan.Ég var nemandi við Háskóla Íslands árin 2005-2014. Síðan árið 2011 hef ég kennt sem stundakennari við skólann og með...Posted by Katrín Lilja Sigurðardóttir on 10. apríl 2015
Alþingi Tengdar fréttir Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29 Rektorskjör fer fram í dag Nýr rektor verður að öllum líkindum kynntur í dag. 13. apríl 2015 09:53 Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11 Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47 Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Rektorskjör í HÍ: Ræða Jóns Atla Benediktssonar Ég þakka Stúdentaráði kærlega fyrir þennan málfund. Síðustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar og lærdómsríkar. 11. apríl 2015 14:29
Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum. 10. apríl 2015 19:11
Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda. 8. apríl 2015 14:47
Steinunn Ólína flutti framboðsræðu til rektors Kappræður fóru fram á Háskólatorgi í hádeginu í dag þar sem frambjóðendurnir þrír sem sækjast eftir að gegna stöðu rektors fóru yfir málin. 8. apríl 2015 17:03