Gunnar: Ekki skref niður á við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2015 15:21 Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Gunnar Nielsen, nýr markvörður Stjörnunnar, er byrjaður að æfa með sínu nýja félagi. Hann kom til landsins í dag og var kynntur fjölmiðlum á blaðamannafundi í dag. Gunnar er 28 ára gamall Færeyingur en hann var keyptur frá danska félaginu BK Frem til Blackburn Rovers árið 2007. Þaðan fór hann til Manchester City tveimur árum síðar en fékk þó afar fá tækifæri hjá báðum liðum. Hann spilaði sem lánsmaður í neðri deildunum um skamman tíma og svo með Silkeborg í Danmörku í nokkra mánuði árið 2013 áður en hann samdi við skoska liðið Motherwell. Þar var hann þar til að samningi hans var rift í síðasta mánuði. „Svo virðist sem að fólk á Íslandi finnist það skrýtið að ég sé hingað kominn. Ég var síðast hjá Motherwell og þar gerðist ýmislegt sem ég get ekki rætt núna en þetta er vonandi gott tækifæri fyrir mig að spila aftur reglulega,“ sagði hann við Vísi í dag en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hef líka séð að leikmenn sem standa sig vel hér fá tækifæri hjá erlendum liðum. Íslenskum liðum hefur líka vegnað vel í Evrópukeppnum og íslenska landsliðinu hefur líka gengið vel. Ég lít ekki á þetta sem skref aftur á bak.“ Gunnar segir að markmið sitt á Íslandi sé einfalt. „Ég er hingað kominn til að standa mig vel. Ég verð að vinna fyrir sæti mínu í liðinu eins og allir aðrir leikmenn og vonandi er þetta tækifæri sem ég næ að nýta mér.“ „Ég vil fyrst og fremst fá að spila fullt af leikjum. Vonandi tekst okkur að ná árangri, hvort sem er í deildinni eða Evrópukeppninni.“ Hann segir ótímabært að ræða sína framtíð og hvort að hann stefni á að komast aftur í stóra atvinnumannadeild. „Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og ætla bara að einbeita mér að því til að byrja með. Ég hef verið að í mörg ár, verið hjá stórum félögum og glímt við erfið meiðsli. Ég veit hversu fljótt hlutirnir geta breyst.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15 Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Rúnar Páll: Það er pressa í Garðabænum Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar, segir að það séu gerðar kröfur um árangur í Garðabænum. 4. apríl 2015 22:15
Fyrrum leikmaður Manchester City til Stjörnunnar Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Gunnar Nielsen, landsliðsmarkmann Færeyja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stjörnunni. 4. apríl 2015 14:00