Vilja hærri bónusa en þingmaður segir það galið Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2015 07:45 Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Fjármálafyrirtæki vilja geta greitt fjórfalt hærri bónusa en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra gerir ráð fyrir. Stjórnarþingmaður segir þetta fullkomlega galið, bankamenn hafi engan lærdóm dregið af hruninu. Í nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki er ákvæði sem gerir ráð fyrir að hámark bónusa ofan á laun starfsmanna fjármálafyrirtækja geti hæst farið í 25 prósent af heildarlaunum. Ákvæðið tekur til framkvæmdastjóra og lykilstarfsmanna. Bankamenn virðast illa sætta sig við að bónusgreiðslur til þeirra geti ekki farið yfir 25 prósent af heildarlaunum ef marka má umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um frumvarpið en samtökin eru þrýstihópur bankamanna hér á landi. Í umsögninni fara fjármálafyrirtækin fram á að kaupaukar geti verið allt að 100% af föstum árslaunum. Þá eigi jafnframt að vera til staðar heimild fyrir hluthafafund að hækka hlutfallið í 200% af árslaunum.„Lærðum við ekkert af hruninu?“ „Mér finnst þetta gjörsamlega galið hjá þeim að leggja þetta til. Lærðum við ekkert af hruninu haustið 2008? Hvað sagði þetta hrun okkur? Þetta sagði okkur það að hér voru menn að taka bónusa upp á tugi milljóna, jafnvel á mánuði einstakir aðilar í bankakerfinu, og þetta var eitt af því sem leiddi til þess að bankakerfið hrundi. Ekki eitt og sér en þetta var áhrifavaldur,“ segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins um umsögn SFF. Þá segir í umsögn SFF: „Þá vilja SFF einnig benda á að íslensk fjármálafyrirtæki eru í mikilli og vaxandi samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki þar sem heimildir til breytilegra starfskjara eru og verða rýmri en hér á landi verði frumvarpið óbreytt að lögum.“ Ekki má skilja þessa setningu á annan veg en að íslensku bankarnir séu í samkeppni við erlend fjármálafyrirtæki um mannauð og að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. Þetta er hins vegar ekkert rökstutt nánar og engin gögn finnast sem styðja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum bankamönnum erlendis. „Það er alveg ljóst að bankamenn hafa lítið sem ekkert lært af því sem gerðist hér árið 2008. Og við sem erum að reyna að stjórna þessu landi, stjórnmálamenn, við þurfum að læra líka af þessu. Við eigum ekki að hleypa svona vitleysu í gegn,“ segir Karl Garðarsson.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira