„Gjörsamlega átti salinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 21:00 „Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015 Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt ræðu í dag fyrir tómum Alþingissal. Þá var hann að mæla fyrir lögum um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Í dag var mælt fyrir mörgum málum og á slíkum dögum segir Guðmundur að fámennt geti verið í þingsalnum. „Þegar ég lenti í því í fyrsta skipti að tala fyrir tómum þingsal, reyndi svolítið á. Maður þurfti að ímynda sér að maður væri að tala við einhvern. Síðan kemst þetta í vana,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur segir þó að yfirleitt sitji einhver í þingsalnum, en nú hafi enginn gert það. „Þá reynir maður bara að ímynda sér að maður sé að tala við einhvern.“ Hann segir þetta hafa verið svipað og giggið hjá hljómsveit hans, Ske í Hull í gamla daga. „Ég held að enginn hafi mætt. Það var bara hljóðmaðurinn.“ „Málið var mikilvægt. Um að auglýsa stöður sendiherra og innblásin ræða um gagnsæi, jafnræði og fagmennsku í skipun opinberra starfa.“ Frumvarp Guðmundar má sjá hér á vef Alþingis. Þá mætti horfa á ræðu hans hér, en svo virðist sem að bilun hafi orðið á vef Alþingis. „Maður er að tala fyrir tómum sal sem er kannski sérstakt. Maður er að tala um hjartans mál og erfitt að ná einhverju flugi ef maður er að horfa á engan. Maður veit þó yfirleitt af forsetanum á bakvið sig. Svo eru auðvitað myndavélar og það er talsvert áhorf á Alþingisrásina.“ Guðmundur birti mynd af sér í tómum salnum á Facebook fyrr í kvöld. Margir hverjir sem tjá sig um myndina og deila henni virðast ósáttir og segja Alþingismenn ekki vera að sinna vinnunni sinni. „Svo ég beri nú blak að samþingmönnum mínum er það ekki eina hlutverk þingmanna að sitja í þingsal. Það eru margar leiðir til að fylgjast með þingstörfum. Þetta er allt á netinu og útsendingunni er sjónvarpað á allar skrifstofur þingmanna,“ segir Guðmundur. Var að mæla fyrir frumvarpi um að auglýsa eigi stöður sendiherra. Flutti að sjálfsögðu innblásna ræðu um mikilvægi jafnræðis, gagnsæis og fagmennsku við skipun í opinber embætti. Gjörsamlega átti salinn.Posted by Guðmundur Steingrímsson on Thursday, April 30, 2015
Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira