Körfubolti

Brandaraveisla á netinu eftir að Shaq hrundi í gólfið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nóttin var lífleg á Twitter.
Nóttin var lífleg á Twitter. vísir
Samskiptamiðlar loguðu í nótt eftir að Shaquille O'Neal, körfuboltasérfræðingur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar TNT, hrundi í gólfið í beinni útsendingu.

Úrslitakeppnin í NBA deildinni er nú í fullu fjöri og fóru tveir leikur fram í nótt. Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls, 108-91, á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og jafnaði með því einvígið, 1-1.

Houston Rockets jafnaði einnig einvígi sitt gegn Los Angeles Clippers, 1-1, með sigri á heimavelli, 115-09, í nótt.

Sjá einnig: LeBron setti hárbandið aftur á sig og pakkaði Bulls saman

Þeir Shaquille O'Neal, Ernie Johnson Jr., Charles Barkley og Kenny Smith starfa allir sem sérfræðingar stöðvarinnar og fara vel yfir úrslitakeppnina í NBA-deildinni. Í gær átti sér stað magnað atvik þegar Shaq flæktist í snúrum undir útsendingarborðinu og hrundi í gólfið. Shaq er stór maður og því ekkert smá fall.

Internetið fór á hvolf og kepptist fólk við að dreifa myndum og myndböndum af atvikinu. Margir tóku upp á því að bæta við allskyns fígúrum inn á skjáskot af fallinu. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu og vel valinn tíst tekinn af Twitter.

WATCH: Shaq breaks the internet.

Posted by NBA on TNT on 6. maí 2015
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×