Fótbolti

Svaraði ásökunum um vafasöm viðskipti með opnu bréfi til stuðningsmanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Roberto Mancini og Erick Thohir á góðri stundu.
Roberto Mancini og Erick Thohir á góðri stundu. vísir/getty
Erick Thohir, milljarðamæringurinn frá Indónesíu sem er forseti ítalska knattspyrnuliðsins Inter, er afar ósáttur við umfjöllun ítalska blaðsins Corriere della Sera um viðskiptahætti sína.

Fram kom í blaðinu á miðvikudaginn að Thohir græði tæpar tvær milljónir evra í vexti á ári af peningunum sem hann lánaði Inter þegar hann gerðist forseti félagsins.

Þá var því haldið fram að Indónesíumaðurinn ætlaði sér ekki að styrkja hópinn fyrir átökin í deildinni næsta vetur.

„Kæru stuðningsmenn Inter. Á síðustu dögum hafa rangar fréttir verið skrifaðar um mig í fjölmiðlum og hvernig ég stunda viðskipti,“ segir hann í opnu bréfi til stuðningsmanna Inter.

„Viðskiptahópurinn minn hefur stundað eins viðskipti á Ítalíu rétt eins og hann gerði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum. Það er mín skylda sem forseti félagsins að fjárfesta í liðinu og það hef ég gert frá fyrsta degi.“

„Ég mun halda áfram að styrkja liðið og tryggja það, að Roberto Mancini, þjálfari, verði með eins gott lið og mögulegt er á næsta tímabili,“ segir Erick Thohir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×