Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP, tók sæti á Alþingi í dag fyrir Bjarta framtíð. Eldar var í 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður en fyrsti varaþingmaður flokksins, Heiða Kristín Helgadóttir, boðaði forföll.
Eldar hefur ekki tekið sæti áður á Alþingi og undirritaði því drengskaparheit að stjórnarskránni í dag. Hann kemur inn fyrir Björt Ólafsdóttur sem á von á tvíburum á næstunni og fer því af þingi.
