Skúli Alexandersson látinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 13:26 Skúli Alexandersson mynd/vefur alþingis Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, lést á Landspítalanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag af völdum hjartaáfalls. Hann var 88 ára að aldri. Skúli var fæddur í Kjós, inn af Djúpuvík í Reykjarfirði á Ströndum, 9. sept. 1926. Foreldrar hans voru Alexander Árnason, bóndi þar, og kona hans, Sveinsína Ágústsdóttir húsfreyja. Hann lauk héraðsskólaprófi í Reykjanesi árið 1942, prófi frá Samvinnuskólanum árið 1950 og námi í framhaldsdeild Samvinnuskólans 1951. Var Skúli síðan veturinn eftir verslunarmaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki en féllst þá á fyrir bænastað vinar síns að koma á Hellissand og vinna þar tímabundið í Kaupfélaginu. Varð það upphaf að meira en 60 ára búsetu hans á Hellissandi, eða allt til þess að hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Við Kaupfélagið á Sandi starfaði Skúli til ársins 1955, rak útgerð frá 1954–1969 og var framkvæmdastjóri Jökuls hf. á Hellissandi frá árinu 1961, allt þar til því félagi var slitið um þremur áratugum síðar. Skúli Alexandersson varð þegar á ungum aldri róttækur í skoðunum og skipaði sér í sveit með sósíalistum og síðar Alþýðubandalaginu. Hann var oddviti Neshrepps utan Ennis 1954–1966, 1970–1974 og 1978–1981. Skúli var skipaður í stjórn landshafnar í Rifi, flugráð og stjórn Sementsverksmiðjunnar, svo fátt eitt sé talið af opinberum störfum hans. Þá kom hann enn fremur að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs undir Jökli. Skúli Alexandersson varð varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og sat alloft á þingi sem slíkur, allt þar til hann var kosinn alþingismaður í vetrarkosningunum 1979. Sat hann þá samfellt til ársins 1991; sat á 19 löggjafarþingum alls. Í þingstörfum kom Skúli víða við en mest sinnti hann málefnum sjávarútvegs og samgöngumálum. Hafði hann mikla þekkingu á sjávarútvegi, enda sprottinn úr þannig jarðvegi og útgerð og vinnsla helsta viðfangsefni hans á Hellissandi.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira