Virkjanamálin enn í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2015 13:24 Meirihluti atvinnuveganefndar vill gefa Landsvirkjun svör sem duga fyrirtækinu til að ljúka samingum um stóriðju á Grundartanga og í Helguvík. vísir/vilhelm Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir um breytingar á virkjanatillögu meirihluta atvinnuveganefndar eftir aukafund nefndarinnar í morgun. Þá liggur ekki fyrir með hvaða hætti þingstörf verða næstu vikurnar eftir að ákveðið var að framlengja þingstörfin. Atvinnuveganefnd koma saman til aukafundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða tillögu meirihluta nefndarinnar um þrjá nýja virkjanakosti. Virkjanakostirnir höfðu áður verið fjórir en meirhlutinn gerði samkomulag umhverfisráðherra um að taka Hagavatnsvirkjun út. Verkefnisstjórn rammaáætlunar sat fyrir svörum hjá nefndinni í morgun ásamt fulltrúum Landsvirkjunar og embættismönnum úr umhverfisráðuneytinu. Samkomulag varð á föstudag um þennan fund að tillögu Kristjáns L. Möller fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir þennan fund hafa undirstrikað mikilvægi málsins. „Við höfum t.d. farið yfir það með fulltrúum Landsvirkjunar hversu mikilvægt er fyrir þá að fá sýn á það hverju þeir geti svarað þeim fyrirtækjum sem hér vilja hefja starfsemi. Vilja hefja hér uppbyggingu bæði uppi á Grundartanga og í Helguvík,“ segir Jón. Ekki sé við núverandi aðstæður hægt að ljúka þjóðahagslega mikilvægum samningum við þessi fyrirtæki. Þá hafi verið farið yfir málin með formanni verkefnastjórnar rammaáætlunar. „Þá er ekki hægt að skilja það öðruvísi af þeim viðræðum öðruvísi en þótt virkjanakostir í virkjanakostir í neðri Þjórsá verði færðir í nýtingarflokk uppfylli það að öllu leyti málsmeðferð samkvæmt gildandi lögum. Þótt hann (formaður verkefnastjórnar) telji að virkjanakostur í Skrokköldu sé á heldur grárra svæði,“ segir Jón. Þingstörfum átti að ljúka næst komandi föstudag samkvæmt starfsáætlun þingsins en fyrir helgi tilkynnti Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis að starfsáætlunin gilti ekki lengur. Klukkan tólf á hádegi hófst fundur með þingflokksformönnum og klukkan hálf eitt er fyrirhugaður fundur í forsætisnefnd áður en þingfundur hefst klukkan eitt. Að loknum minningarorðum um Skúla Alexandersson fyrrverandi þingmann, á þingfundur að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og að þeim loknum koma virkjanamálin aftur til umræðu, áttunda daginn í röð. Ekkert samkomulag um þinglega meðferð málsins liggur fyrir eftir fundinn í atvinnuveganefnd. „Afstaða meirihlutans er alveg skýr. Við viljum gefa orkufyrirtækjunum , í þessu tilviki Landsvirkjun, þau svör að þau geti lokið þeim samningum og þeim viðræðum sem þau eru í um þessi mikilvægu verkefni,“ segir Jón. Hins vegar sé erfitt að átta sig á afstöðu minnihlutans. Hún bjóði ekki upp á neina samninga; eingöngu að tillaga meirhlutans í heild verði dregin til baka. „Málsmeðferðin af hálfu stjórnarminnihlutans hér hefur auðvitað að mínu mati verið til háborinnar skammar hvernig hefur verið á því haldið. Ég hef ekki upplifað annað eins rugl eins og hefur átt sér stað hér í þinginu. Sérstaklega þegar leið á síðustu viku,“ segir Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent