Sjáðu stórsigur Stjörnunnar á FH 2011 | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2015 13:10 Stjarnan og FH mætast í kvöld í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni þar sem Stjarnan hafði betur eins og frægt er orðið. Til að hita upp fyrir þennan leik er við hæfi að rifja upp frægan leik liðanna frá 2011 þegar Stjörnumenn tóku FH-inga í karphúsið. Leikurinn var í 17. umferð en FH var á þeim tíma að elta KR í toppbaráttuni. FH-ingar mættu fullir sjálfstrausts til leiks enda búnir að vinna fimm leiki í röð. Þeir réðu hins vegar lítið við sprækt Stjörnulið sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem var þá þeirra besti árangur í efstu deild. Garðar Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Ellerts Hreinssonar sem fór í stöng. Staðan var 1-0 í hálfleik en Ingvar Jónsson kom í veg fyrir að FH-ingar næðu að skora með góðum markvörslum. Bjarki Páll Eysteinsson kom Stjörnunni í 2-0 á 57. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Og sex mínútum síðar skoraði Garðar sitt annað mark eftir slæm mistök hjá Tommy Nielsen og Gunnari Sigurðssynu, markverði FH. Þetta var 12. mark Garðars í deildinni en hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2011 með 15 mörk. Þorvaldur Árnason fullkomnaði svo stórsigur Stjörnunnar þegar hann skoraði af stuttu færi á 65. mínútu eftir sendingu Bjarka Páls. Niðurstaðan 4-0 stórsigur Stjörnunnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00 Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00 Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan og FH mætast í kvöld í stórleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla. Þessi lið háðu mikla baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og mættust í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni þar sem Stjarnan hafði betur eins og frægt er orðið. Til að hita upp fyrir þennan leik er við hæfi að rifja upp frægan leik liðanna frá 2011 þegar Stjörnumenn tóku FH-inga í karphúsið. Leikurinn var í 17. umferð en FH var á þeim tíma að elta KR í toppbaráttuni. FH-ingar mættu fullir sjálfstrausts til leiks enda búnir að vinna fimm leiki í röð. Þeir réðu hins vegar lítið við sprækt Stjörnulið sem endaði í 4. sæti deildarinnar sem var þá þeirra besti árangur í efstu deild. Garðar Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu er hann fylgdi eftir skoti Ellerts Hreinssonar sem fór í stöng. Staðan var 1-0 í hálfleik en Ingvar Jónsson kom í veg fyrir að FH-ingar næðu að skora með góðum markvörslum. Bjarki Páll Eysteinsson kom Stjörnunni í 2-0 á 57. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Og sex mínútum síðar skoraði Garðar sitt annað mark eftir slæm mistök hjá Tommy Nielsen og Gunnari Sigurðssynu, markverði FH. Þetta var 12. mark Garðars í deildinni en hann varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2011 með 15 mörk. Þorvaldur Árnason fullkomnaði svo stórsigur Stjörnunnar þegar hann skoraði af stuttu færi á 65. mínútu eftir sendingu Bjarka Páls. Niðurstaðan 4-0 stórsigur Stjörnunnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00 Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00 Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Dagurinn hans Doumbia Fréttablaðið fékk Hjörvar Hafliðason úr Pepsi-mörkunum til að velta fyrir sér stórleik kvöldsins þegar FH-ingar heimsækja Íslandsmeistara Stjörnunnar. 26. maí 2015 08:00
Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa ekki tapað leik í Pepsi-deildunum tveimur síðan 13. maí 2014. Liðin hafa þar með krækt í stig í 42 deildarleikjum í röð á Íslandsmótinu og að því best er vitað þá hefur engu félagi tekist slíkt með báða meistaraflokkan 23. maí 2015 07:00
Hundrað marka maðurinn hvergi nærri hættur Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild gegn ÍA og varð þar með sá fjórði til að ná þeim áfanga. Atli Viðar hefur gert lítið annað en að skora undanfarin ár og er hvergi nærri hættur í boltanum. 22. maí 2015 06:30