Stjórnarliðar sprungu á limminu og þinglok í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 22. maí 2015 19:51 Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Alþingi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Össur Skarphéðinsson segir að forseti Alþingis ætti að íhuga að segja af sér þar sem hann hafi enga stjórn á störfum þingsins. En forseti tilkynnti í dag að starfsáætlun þingsins væri ekki lengur í gildi og ekki lægi fyrir hvenær Alþingi lyki störfum fyrir sumarhlé. Þingmenn hafa nú í hálfan mánuð tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta. Þegar greiða átti atkvæði um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar í morgun kom í ljós að stjórnarliðar voru í minnihluta í þingsalnum. Frestaði forseti þingsins þá fundi í tíu mínútur til að smala stjórnarþingmönnum í hús og voru forsætisráðherra og fjármálaráðherra m.a.kallaðir út af ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum til að fella tillögu minnihlutans. Minnihlutinn hélt hins vegar áfram ræðuhöldum um virkjanamálin og að loknu hádegisfundarhléi klukkan tvö gaf forseti Alþingis síðan út yfirlýsingu um að starfsáætlun Alþingis væri ekki lengur í gildi. „Ég hygg að öllum háttvirtum þingmönnum sé það ljóst að aðstæður eru á margan hátt erfiðar hér í þinginu. Við erum hér að fást við erfitt og snúið mál þar sem ágreiningur er djúpur,“ sagði Einar. Auk virkjanamálanna ætti eftir að afgreiða mörg önnur mikilvæg mál eins og væntanleg frumvörp fjármálaráðherra um afnám hafta. Því væri óljóst hvenær Alþingi lyki störfum. Þetta væru forseta vonbrigði. „En hann verður að lúta veruleikanum og hann er þessi. Það er ekki hægt við þessar aðstæður að ljúka þinginu innan þeirra marka starfsáætlunar sem við höfum unnið eftir fram að þessu,“ sagði Einar. „Hæstvirtur forseti veit ekki einu sinni hvenær á að hafa eldhúsdag. Hann veit ekki hvenær þinginu á að ljúka. Hann veit ekki hvenær þessum fundi á að ljúka,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar. Hann hefði aldrei kynnst annarri eins stöðu á sínum þingferli. Össur sagði að Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og Pál Jóhann Pálsson fulltrúa Framsóknarflokksins í atvinnuveganefnd hefðu haldið þinginu í gíslingu undanfarnar vikur. „Hæstvirtur forseti segir að hann verði að lúta veruleikanum! Hver er veruleiki hæstvirts forseta? Eru það þessir tveir talibanar sem halda þinginu í gíslingu? Er ekki kominn tími til þess að hæstvirtur forseti fari að hugsa um okkur hin sem líka sitjum hér og eigum líka okkar rétt. Er ekki bara næst hjá hæstvirtum forseta að segja af sér ef hann er í reynd að lýsa því yfir að hann hefur ekki lengur stjórn á þinginu? Hann hefur ekki einu sinni stjórn á tveimur mönnum sem hafa tekið þingið herskildi,“ sagði Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira