Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 09:46 Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Vísir/EPA Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni. Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fyrirhuguð er í Grikklandi sunnudaginn þann 5. júlí er sú fyrsta í landinu í 41 ár. Grikkir munu þá skera úr um hvort stjórnvöldum beri að samþykkja lánapakka Evrópusambandsins. Að sögn forsætisráðherrans Alexis Tsipras voru tillögur ESB svo slæmar fyrir Grikki að hann telur ríkisstjórn hans og Syriza-flokkinn ekki hafa umboð til að samþykkja þær fyrir hönd grísku þjóðarinnar. Syriza vann sigur í grísku þingskosningunum á síðasta ári, meðal annars vegna loforða um að skera ekki niður lífeyrisgreiðslur.Bankar lokaðirGríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Í frétt norska ríkisútvarpsins kemur fram að tillögur ESB innihaldi flókinn texta sem enn hafi ekki verið þýddur á grísku. Þar að auki lauk aldrei viðræðum þar sem þær stöðvuðust í raun þegar Tsipras boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Enn liggur ekki fyrir hvernig til standi að orða spurninguna sem lögð verður fyrir gríska kjósendur.Þjóðaratkvæðagreiðsla síðast árið 1974Síðasta þjóðaratkvæðagreiðslan sem fór fram í Grikklandi var árið 1974 þegar ákveðið var að afnema gríska konungsveldið. Sérfræðingar og grískir kjósendur vilja margir meina að smáatriðin og tæknilegar greiðargerðir í tillögu ESB séu atriði sem venjulegir Grikkir séu ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til. Í reynd snúist því atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir vilji áfram vera hluti af evrusamstarfinu eður ei. Gríska þingið greiddi atkvæði með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. Stjórnarandstöðuflokkar Jafnaðarmanna og Íhaldsmanna greiddu báðir atkvæði gegn tillögunni.
Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Loka fyrir lánalínur til Grikklands Talið er nánast öruggt að Grikkir fari úr evrusamstarfinu. 28. júní 2015 09:28