Fótbolti

Birkir tekur ákvörðun í byrjun næstu viku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason er eftirsóttur.
Birkir Bjarnason er eftirsóttur. vísir/getty
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, tekur ákvörðun um framtíð sína í byrjun næstu viku, samkvæmt umboðsmanni hans.

Birkir spilaði mjög vel með Pescara í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann skoraði tíu mörk í 42 leikjum og var liðið hársbreidd frá því að vinna sér inn sæti í A-deildinni.

Ítölsku A-deildarliðin Torino, Atalanta, Palermo og Empoli vilja öll fá Birki í sínar raðir og hefur hann og umboðsmaður hans átt í viðræðum við félögin undanfarnar vikur.

„Við töluðum síðast við Atalanta sem sýndi honum áhuga. Við erum að vega og meta tilboð liðanna sem vilja fá hann og við tökum ákvörðun um framhaldið í byrjun næstu viku,“ segir Stefano Salvini, umboðsmaður Birkis, við vefinn TuttoAtalanta.com.

Enska B-deildarliðið Leeds vill einnig fá Birki en þar sem verðmiðinn er kominn upp í 2,5-3 milljónir evra getur Leeds ekki lengur tekið þátt í baráttunni, að sögn staðarblaðsins Here is the city.


Tengdar fréttir

Fimm félög vilja fá Birki

Ítalskir fjölmiðlar segja að Birkir Bjarnason geti valið á milli fjögurra liða í ítölsku úrvalsdeildinni sem og Leeds á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×