Innlent

Vill að konur taki við stjórnartaumum nú á sumarþingi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Lilja Rafney vill að konur ljúki þingstörfum og karlarnir sitji hjá.
Lilja Rafney vill að konur ljúki þingstörfum og karlarnir sitji hjá. Vísir
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, stakk upp á því á Alþingi í dag að vaskar konur myndu klára störf þingsins á sumarþinginu. Til umræðu voru störf þingsins að undanförnu og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt harðlega að ekki liggi fyrir starfsáætlun fyrir sumarþing Alþingis.

Lilju þótti ljóst að þeir karlmenn sem eru í forsvari fyrir ríkisstjórnina væru ekki starfi sínu vaxnir og því, í ljósi hátíðarhalda 19.júní, gæti það orðið lausn að konur tækju við stjórnartaumunum út sumarþingið.

Ekki liggur fyrir starfsáætlun fyrir sumarþing Alþingis og hefur þingið starfað án starfsáætlunar í þrjár vikur.

Tillagan er ekki ný af nálinni en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stakk upp á því fyrir stuttu að konur myndu taka alfarið við störfum á Alþingi í tvö ár í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. 


Tengdar fréttir

Hvernig liti kvennaþingið út?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir kynnti á dögunum hugmynd um aðeins konur á Alþingi. Hér má sjá hvernig þessi róttæka hugmynd myndi breyta þinginu nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×