Íslenski boltinn

Arnór Snær hjá ÍA til 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór handsalar samninginn.
Arnór handsalar samninginn. mynd/heimasíða ía
Arnór Snær Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við ÍA um tvö ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Arnór, sem leikur í stöðu miðvarðar, kom til ÍA frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrir tímabilið 2014. Hann lék 15 leiki þegar ÍA lenti í 2. sæti 1. deildarinnar í fyrra og vann sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Arnór hefur komið mjög sterkur inní mótið og staðið undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar.

„Það hefur gengið á ýmsu undanfarið hjá liðinu en hann hefur sýnt styrk og stöðugleika á sínu fyrsta tímabili í efstu deild,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við heimasíðu félagsins.

Arnór, sem er 22 ára, hefur leikið átta leiki með ÍA í Pepsi-deildinni í sumar auk eins leiks í Borgunarbikarnum.

ÍA er í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir 10 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×