Körfubolti

Nóg af ást í Cleveland | Love fær 14,6 milljarða fyrir fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Love.
Kevin Love. Vísir/Getty
Kevin Love verður áfram hjá Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum í kvöld en leikmaðurinn sjálfur lét vita af þessu.

Kevin Love mun skrifa undir fimm ára samning við Cleveland sem mun gefa honum 110 milljónir dollara eða um 14,6 milljarða íslenskra króna.

„Eftir að hafa talað við liðsfélagana í Cleveland og farið yfir málin með forráðamönnum Cavaliers þá varð mér það ljóst að Cleveland er staðurinn fyrir mig. Við erum allir á sömu blaðsíðunni og gefur allt í þetta. Við eigum eftir að klára verkefnið og nú er kominn tími til að fara að vinna á fullu í að bæta úr því," sagði Kevin Love.

Kevin Love var með 16,4 stig, 9,7 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali á sínu fyrsta ári með Cleveland Cavaliers liðsins en hann skorað 26,1 stig að meðaltali með Minnesota Timberwolves tímabilið á undan.

Kevin Love varð liðsfélagi LeBron James eftir leikmannaskipti Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves síðasta sumar þegar Love átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Love gat þó lítið hjálpað Cleveland Cavaliers í úrslitakeppninni þar sem að hann meiddist í fyrstu umferð hennar á móti Boston Celtics.

Cavaliers-liðið komst engu að síður alla leið í lokaúrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors.

Samingur Kevin Love og Cleveland Cavaliers gæti á endanum orðið sá stærsti sem félagið hefur gert við einstakan leikmann.

NBA

Tengdar fréttir

Kevin Love úr axlarlið og úr leik en ekki Berglind

Berglind Gunnarsdóttir varð Íslandsmeistari með Snæfelli annað árið í röð en hún sýndi hetjulega frammistöðu í úrslitakeppninni með því að halda áfram að spila af fullum krafti þrátt fyrir að fara tvisvar úr axlarlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×