Gulklæddir gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins á átjándu mínútu en það gerði Jósef Kristinn Jósefsson. Þá nýtti hann sér vindinn til hins ítrasta er hann sneri boltann í markið beint úr hornspyrnu.
Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Jóhann Ragnar Benediktsson, leikmaður Fjarðabyggðar, rautt spjald og kláruðu heimamenn því leikinn einum manni færri.
Um miðbik síðari hálfleiksins færðu Grindvíkingar sér liðsmuninn í nyt er Alejandro Hernandez skoraði eftir frábæran undirbúnin Alex Freys Hilmarssonar. Alex var svo sjálfur á ferðinni í uppbótartíma er hann innsiglaði þrjú núll sigur gestanna.
Fjarðabyggð hafði aðeins fengið sex mörk á sig en nú eru þau orðin níu. Liðið hefði getað með sigri farið upp í toppsæti deildarinnar en heldur þess í stað þriðja sætinu. Grindvíkingar fara með sigrinum upp í fimmta sætið og eru sex stigum á eftir Fjarðabyggð.
0-1 fyrir Grindavík. pic.twitter.com/NyM0x2lNBX
— Arnar Chicharito (@Arnarfreyrp) July 19, 2015