Körfubolti

Serbneskur tröllkarl til San Antonio

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marjanovic var öflugur í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.
Marjanovic var öflugur í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. vísir/getty
San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic.

Marjanovic, sem er 26 ára gamall, er tröll að burðum, 2,21 metrar á hæð og 132 kg.

Hann kemur frá Rauðu stjörnunni í heimalandinu þar sem hann lék um tveggja ára skeið.

Marjanovic stóð sig í Meistaradeild Evrópu í vetur og var valinn í úrvalslið keppninnar. Hann var með 16,6 stig og 10,7 fráköst að meðaltali í leik í Meistaradeildinni.

Spurs hefur verið duglegt að sanka að sér stórum leikmönnum í sumar en auk Marjanovic hafa LaMarcus Aldrigde og David West samið við Texas-liðið. Brasilíski miðherjinn Tiago Splitter er hins vegar farinn til Atlanta Hawks.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×