Íslenski boltinn

Emil í viðræðum við Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Emil Atlason gæti verið á leið í Fylki en hann hefur átt í viðræðum við félagið. Þetta staðfestir Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður í Fylki við Vísi.

„Við höfum tekið púlsinn á Emil og skoðað hann. En það er ekkert komið á hreint með hann,“ sagði Ólafur Geir við Vísi í dag. „Emil er frábær leikmaður og sjálfsagt eru mörg lið að skoða hann.“

Emil hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með KR en í fyrra skoraði hann tvö mörk í fjórtán leikjum. Hann var sagður á leið frá félaginu síðastliðið sumar en fór ekki fyrr en hann var lánaður til SC Preußen Münster í þýsku C-deildinni.

Emil, sem skoraði átta mörk í tólf leikjum með U-21 landsliði Íslands, hefur samkvæmt heimildum Vísis einnig átt í viðræðum við ÍA og Val. Þó þykir líklegast að hann endi í Árbænum.

„Það ríkir engin örvænting í Árbænum og við erum að skoða okkar mál í rólegheitum,“ ítrekaði Ólafur Geir.


Tengdar fréttir

Emil notar KSÍ til að losna frá KR

Framherjinn Emil Atlason hefur leitað til samninganefndar KSÍ til að losna undan samningi sínum við KR. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnsted, formaður knattspyrnudeildar KR, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×