Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 17:06 Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum. vísir/pjetur Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00