Þór vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið rúllaði yfir BÍ/Bolungarvík, 6-1, í 14. umferð 1. deildar karla í kvöld.
Þórsarar eru nú í 3. sæti deildarinnar með 27 stig, fimm stigum frá 2. sætinu sem Víkingur Ólafsvík vermir.
BÍ/Bolungarvík er hins vegar rótgróið í botnsæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir 14 leiki. Djúpmenn eru átta stigum frá öruggu sæti og það bendir flest til þess að þeir leiki í 2. deild á næsta ári.
Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir strax á 2. mínútu en Pape Mamadou Faye jafnaði metin eftir hálftíma leik.
Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, kom sínum mönnum aftur yfir mínútu fyrir hálfleik og þannig var staðan fram á 69. mínútu þegar Jóhann Helgi skoraði sitt annað mark í leiknum og það níunda í 1. deildinni í sumar.
Gestirnir voru þarna orðnir einum færri eftir að Elmar Atli Garðarsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir klukkutíma leik.
Varamaðurinn Kristinn Þór Rósbergsson kom Þór í 4-1 á 84. mínútu og Sveinn Elías og Jónas Björgvin Sigurbergsson bættu svo við mörkum áður en yfir lauk.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengar frá úrslit.net.
Þór ekki í neinum vandræðum með botnliðið

Tengdar fréttir

Toppliðin unnu bæði sína leiki í 1. deildinni
Viktor Jónsson og Vilhjálmur Pálmason skoruðu tvö mörk hvor þegar Þróttur vann öruggan 4-0 sigur á HK í 1. deild karla í kvöld.

Ótrúleg endurkoma Fjarðabyggðar gegn Fram
Fjarðabyggð og Fram skildu jöfn, 3-3, í fyrsta leik kvöldsins í 1. deild karla.