Viktor Jónsson og Vilhjálmur Pálmason skoruðu tvö mörk hvor þegar Þróttur vann öruggan 4-0 sigur á HK í 1. deild karla í kvöld.
Viktor kom Þrótti yfir á 8. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Vilhjálmur forskotið.
Staðan var 2-0 í hálfleik og fram á 70. mínútu þegar Viktor skoraði sitt annað mark í leiknum og það 14. í sumar. Vilhjálmur bætti svo fjórða marki Þróttar við á 81. mínútu.
Þróttarar eru enn í toppsæti deildarinnar eins stigs forskot á Víking Ólafsvík sem vann 0-2 sigur á Selfossi í kvöld.
Hrvoje Tokic kom Víkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Það var svo Alfreð Már Hjaltalín sem skoraði seinna mark Víkings á 54. mínútu en þetta var áttunda deildarmark hans í sumar.
Selfoss er í 10. sæti deildarinnar með 13 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Grótta, sem er í 11. sætinu, vann lífsnauðsynlegan sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld.
Hilmar Þór Hilmarsson skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu. Þetta var þriðji sigur Gróttu í sumar en lærisveinar Gunnars Guðmundssonar eru nú aðeins tveimur stigum frá næstu liðum fyrir ofan þá.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fegnar fráúrslit.net.
