KR hvorki kaupir né selur í glugganum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2015 08:30 Gary Martin sem hefur verið orðaður við Breiðablik er ekki á förum frá KR. Vísir/Andri Marinó Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Gary Martin er ekki á leið frá KR í félagaskiptaglugganum. Þetta staðfestir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forráðamenn Breiðabliks gert hosur sínar grænar, í takt við fagurgrænan lit félagsins, fyrir enska framherjanum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó borist í kappann til Vesturbæjarliðsins. „Það fer enginn annar frá okkur í glugganum. Það er alveg pottþétt mál,“ sagði Kristinn við Vísi. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sagði við Vísi í gær að fréttir um að KR hefði boðið Valsmönnum að gera tilboð í Gary Martin væri tóm vitleysa. Aðspurður hvort KR-ingar væru að horfa í kringum sig eftir leikmönnum sagði formaðurinn svo ekki vera. „Nei, það er enginn væntanlegur til okkar og enginn á förum.“Hörð barátta um framherjastöðuna Gary Martin sagðist ósáttur við stöðu sína hjá KR í viðtali við Vísi eftir sigurleikinn gegn FH á sunnudaginn. Martin byrjaði á varamannabekknum líkt og í fyrri leiknum gegn Rosenborg. Hann kom þó snemma inn á í þeim leik sökum meiðsla Þorsteins Más Ragnarssonar. Baráttan um framherjastöðuna í liði KR er hörð. Auk Gary Martin og Þorsteins Más er Hólmbert Aron Friðjónsson mættur í Vesturbæinn. Gary hefur líst því yfir að hann vilji fyrst og fremst spila frammi en ekki á kantinum. Fróðlegt verður að sjá hvar hans kraftar verða nýttir í framhaldinu. Eins og staðan er nú þarf mikið að gerast til að hann yfirgefi þá svörtu og hvítu fyrir lok félagaskiptagluggans um mánaðarmótin.Þorsteinn sagðist vilja fara Breiðablik virðist horfa í töluverðum mæli í Vesturbæ Reykjavíkur eftir leikmönnum. Þannig kom Atli Sigurjónsson til Blika frá KR fyrr í sumar og allt benti til þess að Þorsteinn Már væri á sömu leið. Arnar Grétarsson, þjálfari Blika, sagði í Akraborginni í gær að Þorsteinn Már hefði verið búinn að ákveða að ganga í raðir Kópavogsliðsins. Honum hefði síðar snúist hugur. Svipað var uppi á teningnum fyrir tímabilið þegar Kristján Flóki Finnbogason hætti við að ganga í raðir Blika og fór til uppeldisfélags síns, FH. Lét Arnar hafa eftir sér að hann hefði alist upp við það að menn stæðu við loforð. Það væru greinilega breyttir tímar í dag. Ljóst er að Blikar eru að horfa í kringum sig og Gary Martin einn þeirra sem þeir hafa áhuga á. Liðinu vantar markaskorara en liðið hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum sem er nokkuð minna en liðin sem sitja í efstu þremur sætum deildarinnar.Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.Veik Evrópuvon KR og FH Leikmenn KR eru í Þrándheimi þar sem framundan er viðureign við Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á morgun. KR tapaði fyrri leiknum í Vesturbænum 1-0 og er von liðsins því veik fyrir síðari leikinn. FH-ingar eiga sömuleiðis litla möguleika í sinni viðureign gegn Inter Baku í Aserbaídsjan annað kvöld eftir 2-1 tap í Kaplakrika. Stjörnunnar bíður svo ærið verkefni í kvöld á Samsung-vellinum gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Stjarnan tapaði 2-0 í fyrri leiknum í Glasgow.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34 Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48 Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51 Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49 Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55 „Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. 19. júlí 2015 22:34
Þorsteinn Már klárar tímabilið með KR KR sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að Þorsteinn Már Ragnarsson muni leika út tímabilið með KR. 20. júlí 2015 13:48
Þorsteinn Már hefur endanlegt ákvörðunarvald Leikmaðurinn getur ákveðið sjálfur hvort hann fari í Breiðablik eða klári tímabilið í KR. 17. júlí 2015 12:51
Arnar: Ég ætla ekki að svara þessu Vildi ekki segja hvort að loforð hafi verið svikin í máli Þorsteins Más Ragnarssonar, leikmanns KR, sem hafði verið sterklega orðaður við Breiðablik. 20. júlí 2015 21:49
Bjarni: Þessi frétt er tóm þvæla Segir ekkert ósætti ríkja milli hans og Gary Martin, sem er ekki á leið í Val. 21. júlí 2015 11:55
„Þorsteinn Már er mjög spenntur fyrir Breiðabliki“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks segir að félagið vilji semja við Þorstein Má Ragnarsson, sóknarmann KR. 15. júlí 2015 11:25