Íslenski boltinn

Emil genginn í raðir Vals | "Spenntur að sýna hvað ég get gert“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Emil Atlason stuttu eftir undirskrift.
Emil Atlason stuttu eftir undirskrift. Mynd/Heimasíða Vals.
„Þetta er annað stórveldi í Reykjavík og ég er mjög spenntur að sýna og sanna hvað ég get gert,“ sagði Emil Atlason, nýjasti leikmaður Vals, við heimasíðu félagsins eftir að hafa gengið til liðs við félagið á láni út tímabilið frá KR í dag.

„Fjölskyldumeðlimir mínir töluðu vel um þennan klúbb en þau stóðu sig öll mjög vel hérna og vonandi næ ég sama árangri hér,“ sagði Emil sem hefur lítið leikið á þessu ári.

„Óli ræður auðvitað hvar ég spila, það er komið langt síðan ég spilaði síðast en vonandi fæ ég mínútur til þess að komast í leikform,“ sagði Emil en Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var mjög sáttur með nýjasta leikmann sinn.

„Við vitum að þetta er góður leikmaður sem stækkar okkar hóp og gefur okkur fleiri möguleika. Núna er þetta undir honum komið og við erum mjög spenntir að sjá hvað verður,“ sagði Ólafur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×