"Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Þetta var mikill slagur eins og við bjuggumst við en við mættum þeim í baráttunni og unnum góðan sigur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 0-1 sigur hans manna á Leikni í kvöld.
Valsmenn steinlágu sem frægt er orðið gegn Leikni í 1.umferð Pepsi-deildarinnar en hvað hefur breyst frá þeim leik?
"Við vorum tilbúnir að berjast á móti þeim þegar báðir hálfleikarnir byrjuðu og þú þarft að gera það á móti Leikni," sagði Ólafur sem var ánægður með varnarleik Vals í kvöld.
"Við urðum fyrir áfalli fyrir leik þegar við misstum bæði Thomas (Christensen) og Hauk (Pál Sigurðsson) en við erum með ágætis breidd í okkar hóp og þeir sem komu inn í liðið skiluðu sínu 100%," sagði Ólafur sem vonar að Thomas og Haukur verði orðnir tilbúnir fyrir næsta leik.
Valsmönnum hefur gengið allt í haginn eftir tapið á móti Leikni í 1. umferðinni og eru nú komnir upp í 3. sæti deildarinnar. Ólafur kveðst sáttur með gengið og framfarirnar sem Valsliðið hefur sýnt í sumar en er þó enn með báða fætur á jörðinni.
"Við höldum bara áfram að ná okkur í stig og þau þrjú sem við náðum í í dag voru mjög mikilvæg og vonandi höldum við áfram á sömu braut."
Félagaskiptaglugginn opnaði í síðustu viku en Ólafur segir að Valsmenn ætli að reyna að styrkja lið sitt áður en hann lokar.
"Við erum að skoða málin og það gætu dottið inn 1-3 leikmenn en það er erfitt að finna góða leikmenn. Við erum með sterkan og góðan hóp en við viljum styrkja okkur aðeins og erum að leita," sagði Ólafur að lokum.
Ólafur Jóhannesson: Vorum tilbúnir að berjast á móti þeim
Ingvi Þór Sæmundsson á Leiknisvelli skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti
