Körfubolti

Jordan tapaði dómsmáli í Kína

Air Jordan eða Qiaodan? Þetta er Qiaodan.
Air Jordan eða Qiaodan? Þetta er Qiaodan.
Í Kína er mikið um falsaða merkjavöru og stórfyrirtæki fara iðulega í mál við framleiðendur sem falsa þeirra merki.

Michael Jordan, besti körfuboltamaður allra tíma, fór svo sjálfur í mál við fyrirtæki sem líkti eftir skónum hans sem eru mest seldu körfuboltaskór heims.

Í Kína er Jordan þekktur undir nafninu Qiaodan og aðilar í Kína stofnuðu skólínu sem heitir einmitt Qiaodan. Merkið á skónum er svo sláandi líkt merkinu á Air Jordan.

Dómstólar í Kína hafa nú dæmt framleiðandanum í hag. Segja að ekki sjáist neitt andlit í merkinu og því ekki hægt að segja að það eigi að vera Jordan.

Einnig séu margir Bandaríkjamenn sem heiti Jordan og geti verið kallaðir Qiaodan í Kína.

Qiaodan-skórnir verða því áfram í löglegri sölu í Kína.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×