Minna en hundrað mínútur á milli marka hjá Atla Viðari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Atli Viðar hefur gert fjögur mörk í sumar. vísir/andri marinó Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Þetta er ekki fyrsta sumarið sem Atli Viðar Björnsson situr þolinmóður á bekknum á meðan Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að öðrum kostum í framlínu FH-liðsins. Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi í erminni og enn á ný ætlar reyndasti framherji deildarinnar að grípa tækifærið þegar það loksins gefst. Atli Viðar Björnsson komst í hundrað marka klúbbinn í byrjun sumars en hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur síðustu leikjum hafa hins vegar spilað stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur í gang í baráttunni um að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins unnið einn af fjórum leikjum frá því um miðjan júní. Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti Keflavík eftir að hafa komið inn á sem varamaður níu mínútum áður og markið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Val á miðvikudagskvöldið var eins klassískt Atla Viðars mark og þau gerast. Þar er reyndar af nógu að taka enda kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH í efstu deild.Magee kom til Fjölnis frá Tindastóli um mitt síðasta sumar.vísir/vilhelmFréttablaðið skoðaði markaskor og mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leikmönnum Pepsi-deildar karla sem hafa skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu fjórtán umferðum sumarsins með það markmið að finna hvaða markaskorarar nýta spilatíma sinn best. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar Björnsson sem er efstur á þessum lista. Hann er rétt á undan Fjölnismanninum Mark Charles Magee sem skoraði sigurmark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld. Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að skora í öðrum leiknum í röð en Mark Charles Magee hefur komið inn á sem varamaður í báðum leikjum sínum. Mark Charles Magee hefur eins og Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrjun júní, þar sem hann skoraði tvö góð mörk, breytti að því er virðist litlu um það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá. Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjónssonar en beið klár á bekknum og skoraði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti einnig haft miklar afleiðingar fyrir titildrauma KR-liðsins. FH á tvo af þremur hæstu á þessum lista því Kristján Flóki Finnbogason er í þriðja sæti og þar með á undan Valsmanninum Patrick Pedersen, markahæsta leikmanni deildarinnar. Þórir Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson er sjötti.Fæstar mínútur milli marka í Pepsi-deildinni hjá leikmönnum sem hafa skorað 4 mörk eða fleiri í sumar. 1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8 2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8 3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3 4. Patrick Pedersen, Val 145,3 5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira