Íslenski boltinn

Punyed óánægður með tapið | Betri fótbolti leikinn í Mýrarboltanum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pablo Punyed.
Pablo Punyed. Vísir/Stefán
Pablo Punyed, miðjumaður Stjörnunnar, var óánægður með leik liðsins gegn Leikni í kvöld en El-Salvadorinn sagði að það hefði eflaust verið hægt að sjá betri knattspyrnu á Ísafirði um Verslunarmannahelgina þar sem Mýrarboltinn fór fram. Leiknir vann mikilvægan 1-0 sigur á Stjörnunni og skaust með sigrinum upp úr botnsætinu.

Óhætt er að segja að sigur Leiknismanna á Íslandsmeisturunum hafi verið óvæntur en þetta var fyrsti sigur Leiknis frá 2-0 sigri á Víkingi þann 26. maí síðastliðinn. Skoraði Halldór Kristinn Halldórsson eina mark leiksins í kvöld en Stjörnumönnum hefur ekki tekist að vinna leikni í þremur tilraunum.

Miðjumaðurinn frá El Salvador var ósáttur með gæði leiksins í kvöld á Twitter-síðu sinni eftir leikinn í gær en hann sagði að hægt væri að sjá betri spilamennsku í Mýrarboltanum. 

Endaði hann færslu sína á því að hrósa áhorfendum leiksins í gær en færslu hans má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×