Íslenski boltinn

„Skilja ekki þessa ósanngjörnu ákvörðun fullorðins fólks“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Vals fóru á kostum í Laugardalnum í gær.
Stuðningsmenn Vals fóru á kostum í Laugardalnum í gær. Vísir/Anton
Leikmenn karlaliðs KR biðu lægri hlut gegn Valsmönnum í úrslitaleik Borgunarbikarsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær. Mögulega voru þó tólf ungir KR-ingar þeir svekktustu eftir daginn þar sem draumur þeirra að fá að leiða hetjurnar sínar út á Laugardalsvöll varð að engu.

Sjónvarpsmaðurinn Þórhallur Gunnarsson vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir drengina hafa verið afar spennta og eflaust hafi einhverjir verið andvaka af spenningi nóttina fyrir leikinn.

Babb kom hins vegar í bátinn þegar í ljós kom að engir ungir drengir frá Valsmönnum voru mættir á svæðið. Mótsstjóri KSÍ ákvað að fyrst aðeins væru drengir frá KR mættir en ekki Val væri best að sleppa því að ganga með leikmönnum inn á völlinn.

Í gær átti sér stað leiðinlegt atvik í undanfara bikarúrslitaleiks KR og Vals. Tólf ungir drengir úr yngri flokkum KR á...

Posted by Þórhallur Gunnarsson on Sunday, August 16, 2015
„Ungu KR ingarnir sem margir upplifðu þetta eitt af stærstu augnablikum lífs síns sneru heim sárir og leiðir. Þeir skilja ekki þessa ósanngjörnu ákvörðun fullorðins fólks og ég skal viðukenna að það geri ég ekki heldur,“ segir Þórhallur.

Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, segir í samtali við RÚV að búið hafi verið að velja börn til að fylgja Valsliðinu út á völlinn en mistök hafi verið gerð við boðun. Hann harmi mistökin, bæði gagnvart börnunum í Val og KR.


Tengdar fréttir

Óli Jó: Vorum miklu betri allan tímann

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var að vonum kampakátur í leikslok eftir 2-0 sigur Vals á KR í bikarúrslitunum sem fram fóru á Laugardalsvelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×