Íslenski boltinn

Thomas: Patrick varð að manni í dag

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvellinum skrifar
Thomas með augun á boltanum.
Thomas með augun á boltanum. vísir/anton
Thomas Christensen spilaði eins og hershöfðingi í sigri Vals á KR í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag.

Hann var að vonum sáttur með sigurinn en þetta var hans fyrsti bikarúrslitaleikur á ferlinum.

"Þetta var frábært," sagði Daninn yfirvegaði eftir leikinn. Hann segir Valsmenn hafa haft góð tök á leiknum í dag.

"Bikarúrslitaleikir snúast oft um stöðubaráttu á miðjunni og sú var raunin í dag. En svo náðum við að spila boltanum og sköpuðum okkur færi í báðum hálfleikjum.

"Maður hafði smá áhyggjur þegar við vorum að klúðra þessum færum en mörkin komu á endanum."

Landi Thomasar, Patrick Pedersen, spilaði þrátt fyrir meiðsli og átti frábæran leik í liði Vals. Hann hrósaði framherjanum í hástert eftir leikinn.

"Í dag varð hann að manni. Í gær var hann strákur sem var illt í fætinum en í dag spilaði hann eins og maður.

"Hann spilaði frábærlega og hann á eftir að eiga góðan feril," sagði Thomas sem var ánægður með varnarleik Vals í dag en hann og Orri Sigurður Ómarsson náðu mjög vel saman í miðri vörninni. En hver var lykilinn að þessum sterka varnarleik?

"Góð samskipti. Orri er klár og spilaði mjög vel. Við neyddum þá í langar sendingar sem við réðum vel við. Ég er mjög ánægður með sigurinn," sagði Thomas að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×