Innlent

Ekkert útkall í dag vegna veðurs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn hafa oft komið úrvinda heim eftir útköll í kjölfar krappra lægða en sú var ekki raunin í dag.
Björgunarsveitarmenn hafa oft komið úrvinda heim eftir útköll í kjölfar krappra lægða en sú var ekki raunin í dag. vísir/vilhelm
Björgunarsveitarmenn um landið hafa vonandi haft það náðugt í dag en engin hjálparbeiðni barst til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi.

„Þegar við sáum spána þá bjuggumst við nú við meiru,“ segir Ólöf. Björgunarsveitarmenn í Grindavík hafa farið í eitt útkall í dag vegna vélarvana skútu en ekki er hægt að skella því á veðrið.

Búist var við því að vindhviður myndu ná allt að 35 m/s við fjöll og var fólk beðið um að færa til lausa muni eða festa þá niður. Ekkert útkall barst og gátu björgunarsveitarmenn því fylgst með út um gluggann er þetta sýnishorn af haustlægð gekk yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×