Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - FH 0-1 | Lennon hetja FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson á Leiknisvelli skrifar 24. ágúst 2015 19:45 Það gekk mikið á í Efra-Breiðholtinu í kvöld. Vísir/Andri Marinó Það er feigð yfir Leikni, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi. Þeir hafa þurft að sætta sig við mörg sár töp í sumar en þetta var án efa það sárasta. Eftir mikla baráttu og góðan varnarleik í 93 mínútur misstu Leiknismenn einbeitinguna í eitt augnablik og það dugði FH-ingum. Heimamenn fóru í sókn, misstu boltann og voru óskipulagðir til baka. Atli Guðnason fékk boltann á vinstri kantinum og fékk nægan tíma til að athafna sig. Það er banvænt eins og Leiknir fékk að reyna. Atli sendi boltann fyrir markið, á varamanninn Steven Lennon sem skoraði af stuttu færi. Leik lokið. FH-ingar hreinlega ærðust af fögnuði en Leiknismenn voru steinrunnir. Og það skiljanlega. Þetta var fimmti sigur FH í röð en liðið er með 39 stig í toppsæti Pepsi-deildarinnar. Leiknir er hins vegar í 11. og næstneðsta sæti með 14 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Ef ÍBV vinnur Víking á morgun er staða Breiðhyltinga orðin svört en ef þeir spila eins og þeir gerðu í kvöld eiga þeir eftir að ná í fleiri stig. Það er bara spurning hvort það dugi til.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og hótuðu því að keyra yfir gestina. Atlarnir voru sprækir í framlínunni og Atli Viðar komst í tvígang í dauðafæri á fyrstu 17 mínútum leiksins. Í fyrra færinu tapaði Charley Fomen, vinstri bakvörður Leiknis, boltanum á hættulegum stað og örfáum sekúndum seinna var Atli Viðar kominn í dauðafæri eftir sendingu nafna síns. Sem betur fer fyrir Leiknismenn hitti Dalvíkingurinn aldrei þessu vant ekki markið. Í seinna færinu spiluðu FH-ingar hratt í gegnum Leiknisvörnina sem endaði með því að Atli Viðar fékk boltann í góðri stöðu vinstra megin í teignum en Eyjólfur Tómasson varði vel. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Leiknismenn betur inn í leikinn. Þeir héldu lengur í boltann og voru ekki jafn fljótir að tapa honum og í upphafi leiks. Stíf pressa FH reyndist þeim ekki jafn erfið og áður. Brynjar Hlöðversson og Sindri Björnsson náðu líka betri tökum á miðjunni eftir erfiðar fyrstu mínútur þar sem þeir snerust í hringi kringum Atla Guðnason. Leiknismönnum óx ásmegin með hverri mínútunni en eins og svo oft áður í sumar var liðið afar bitlaust fram á við. Hilmar Árni Halldórsson sást lítið og Kolbeini Kárasyni gekk illa að halda boltanum fremst á vellinum. Þessi stóri og sterki leikmaður hefur aðeins gert eitt mark í sumar og hann átti ekki góðan leik í kvöld. Maður með hans líkamsburði hefði átt að gera Davíð Þór Viðarssyni, sem er ekki miðvörður að upplagi, mun erfiðara fyrir en raun bar vitni. Í staðinn átti Davíð afar náðugan dag í vörninni við hlið Péturs Viðarssonar en FH hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum með þá í hjarta varnarinnar. Seinni hálfleikurinn var með svipuðu sniði. FH-ingar voru meira með boltann og sóttu meira en varnarleikur Leiknis var sterkur. Óttar Bjarni Guðmundsson og Halldór Kristinn Halldórsson voru öflugir í miðri vörninni og Eyjólfur öruggur í markinu. Gestirnir minntu þó reglulega á sig. Atli Viðar var hársbreidd frá því að skora á 64. mínútu þegar skot hans eftir fyrirgjöf Þórarins Inga Valdimarssonar small í samskeytunum. Tveimur mínútum síðar fór Atli Viðar af velli og Lennon tók stöðu hans í framlínunni. Skotinn var sprækur eftir að hann kom inn á, tók góð hlaup og teygði vel á Leiknisvörninni. Leikurinn opnaðist nokkuð síðustu 20 mínúturnar og voru Leiknismenn í raun sjálfum sér verstir en þeir voru veikir fyrir þegar þeir sóttu sjálfir og misstu boltann svo. Þeir virtust ætla að sleppa með það en FH-ingar áttu tromp uppi í erminni eins og áður sagði. Þeir nýttu tækifærið sem þeir fengu og hirtu öll þrjú stigin.Eyjólfur Tómasson kýlir frá marki sínu í kvöld.vísir/andri marinóFreyr: Sá enga hvatningu í þessu þegar ég fór inn í klefa Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var að vonum súr í broti eftir tap Breiðhyltinga fyrir FH í kvöld. Hann bar þó höfuðið hátt og kvaðst stoltur af sínum mönnum. "Þetta er með því sárara. Við erum mjög vonsviknir," sagði Freyr eftir leikinn en hvað gerðist í sigurmarki FH sem Steven Lennon skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma? "Við erum með boltann 15 sekúndum áður, á okkar sóknarþriðjungi, töpum honum, erum lengi að pressa og erum út um allan völl. Þeir fara upp vinstra megin og koma boltanum fyrir og þar eru þeir með frábæran leikmann sem tókst að skora," sagði Freyr. "Við vissum að þetta FH-lið er frábært en við vorum búnir að standa allt af okkur. Við vorum heppnir í eitt skiptið þegar boltinn fór í slá en annars gekk þetta vel. "Planið gekk frábærlega og strákarnir voru duglegir. Við prófuðum nýja hluti á móti FH. Það þarf að skera af þeim nokkur vopn til að eiga möguleika og við áttum möguleika í dag og rúmlega það." Leiknismenn ógnuðu sama og ekkert í kvöld og voru ekki líklegir til að skora. Freyr sagði það viðbúið. "Það var svolítið meðvitað. Við ætluðum að eiga ákveðin upphlaup og komast í stöður sem við ætluðum að nýta okkur. Við gerðum það stundum vel en alltof oft illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum ragir á boltanum en við löguðum það í seinni hálfleik. "Þeir náðu að þrýsta á okkur í seinni hálfleik en við stóðum það af okkur," sagði Freyr en hvaða áhrif mun þetta sárgrætilega tap hafa á Leiknismenn? "Þegar ég fór inn í klefa áðan sá ég enga hvatningu í þessu. En við vorum að spila við besta lið landsins og við stjórnuðum leiknum, að okkar mati, með varnarleik. "Strákarnir mega alveg vera stoltir af mjög mörgu sem þeir gerðu í dag," sagði Freyr að lokum.Atli Guðnason lagði upp mark FH.vísir/andri marinóHeimir: Var farinn að hafa áhyggjur "Það var frábært að sjá boltann inni. Við fengum eina sókn í lokin, við náðum að skipta boltanum yfir til vinstri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Lenny (Steven Lennon) sem kláraði þetta vel. "Það er sætt að vinna því mér fannst Leiknismennirnir mjög góðir í þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir dramatískan sigur Hafnfirðinga á Leikni á útivelli í kvöld. "Leiknismenn skildu allt eftir á vellinum og voru mjög vel skipulagðir. Þótt við værum sterkari gekk okkur erfiðlega að brjóta þá niður en það hafðist að lokum. Leiknir á eftir að hala inn fullt af stigum ef þeir halda áfram að spila svona," bætti Heimir við. Hann viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því að markið kæmi ekki en það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Lennon gerði sigurmarkið. "Já, ég var farinn að hafa áhyggjur af því. En við höldum alltaf áfram og leikurinn er rúmlega 90 mínútur," sagði Heimir. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru miklu sterkari aðilinn fyrstu 20 mínúturnar. Atli Viðar Björnsson var í tvígang nálægt því að skora en svo datt leikur FH niður. "Við byrjuðum þennan leik mjög vel en eftir 15-20 mínútur hættum við að spila boltanum og drógum úr hraðanum í spilinu í staðinn fyrir að hækka það," sagði Heimir sem var ánægður með einbeitingu sinna manna. Leiknismenn spila fast en Heimir segir að það hafi ekki farið í taugarnar á FH-ingum. "Nei, við vorum staðráðnir í að láta ekkert fara í taugarnar á okkur og við héldum áfram að spila fótbolta allan leikinn. Mér fannst Leiknismennirnir alls ekki grófir en þeir voru fastir fyrir." FH hefur nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð með þá Pétur Viðarsson og Davíð Þór Viðarsson í hjarta varnarinnar. En ætlar Heimir að halda áfram að nota Davíð sem miðvörð þótt hann sé miðjumaður að upplagi? "Það er jákvætt að halda hreinu því þá þarf bara eitt mark til að vinna," sagði Heimir. "Það á eftir að koma í ljós hvort Davíð verður þarna í næstu leikjum. Kassim (Doumbia) er búinn að vera meiddur en er að koma til og Brynjar (Ásgeir Guðmundsson) er byrjaður að æfa. En Davíð hefur staðið sig vel í þessum tveimur leikjum."vísir/andri marinóvísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Það er feigð yfir Leikni, það er ekki hægt að orða það neitt öðruvísi. Þeir hafa þurft að sætta sig við mörg sár töp í sumar en þetta var án efa það sárasta. Eftir mikla baráttu og góðan varnarleik í 93 mínútur misstu Leiknismenn einbeitinguna í eitt augnablik og það dugði FH-ingum. Heimamenn fóru í sókn, misstu boltann og voru óskipulagðir til baka. Atli Guðnason fékk boltann á vinstri kantinum og fékk nægan tíma til að athafna sig. Það er banvænt eins og Leiknir fékk að reyna. Atli sendi boltann fyrir markið, á varamanninn Steven Lennon sem skoraði af stuttu færi. Leik lokið. FH-ingar hreinlega ærðust af fögnuði en Leiknismenn voru steinrunnir. Og það skiljanlega. Þetta var fimmti sigur FH í röð en liðið er með 39 stig í toppsæti Pepsi-deildarinnar. Leiknir er hins vegar í 11. og næstneðsta sæti með 14 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Ef ÍBV vinnur Víking á morgun er staða Breiðhyltinga orðin svört en ef þeir spila eins og þeir gerðu í kvöld eiga þeir eftir að ná í fleiri stig. Það er bara spurning hvort það dugi til.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og hótuðu því að keyra yfir gestina. Atlarnir voru sprækir í framlínunni og Atli Viðar komst í tvígang í dauðafæri á fyrstu 17 mínútum leiksins. Í fyrra færinu tapaði Charley Fomen, vinstri bakvörður Leiknis, boltanum á hættulegum stað og örfáum sekúndum seinna var Atli Viðar kominn í dauðafæri eftir sendingu nafna síns. Sem betur fer fyrir Leiknismenn hitti Dalvíkingurinn aldrei þessu vant ekki markið. Í seinna færinu spiluðu FH-ingar hratt í gegnum Leiknisvörnina sem endaði með því að Atli Viðar fékk boltann í góðri stöðu vinstra megin í teignum en Eyjólfur Tómasson varði vel. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Leiknismenn betur inn í leikinn. Þeir héldu lengur í boltann og voru ekki jafn fljótir að tapa honum og í upphafi leiks. Stíf pressa FH reyndist þeim ekki jafn erfið og áður. Brynjar Hlöðversson og Sindri Björnsson náðu líka betri tökum á miðjunni eftir erfiðar fyrstu mínútur þar sem þeir snerust í hringi kringum Atla Guðnason. Leiknismönnum óx ásmegin með hverri mínútunni en eins og svo oft áður í sumar var liðið afar bitlaust fram á við. Hilmar Árni Halldórsson sást lítið og Kolbeini Kárasyni gekk illa að halda boltanum fremst á vellinum. Þessi stóri og sterki leikmaður hefur aðeins gert eitt mark í sumar og hann átti ekki góðan leik í kvöld. Maður með hans líkamsburði hefði átt að gera Davíð Þór Viðarssyni, sem er ekki miðvörður að upplagi, mun erfiðara fyrir en raun bar vitni. Í staðinn átti Davíð afar náðugan dag í vörninni við hlið Péturs Viðarssonar en FH hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum með þá í hjarta varnarinnar. Seinni hálfleikurinn var með svipuðu sniði. FH-ingar voru meira með boltann og sóttu meira en varnarleikur Leiknis var sterkur. Óttar Bjarni Guðmundsson og Halldór Kristinn Halldórsson voru öflugir í miðri vörninni og Eyjólfur öruggur í markinu. Gestirnir minntu þó reglulega á sig. Atli Viðar var hársbreidd frá því að skora á 64. mínútu þegar skot hans eftir fyrirgjöf Þórarins Inga Valdimarssonar small í samskeytunum. Tveimur mínútum síðar fór Atli Viðar af velli og Lennon tók stöðu hans í framlínunni. Skotinn var sprækur eftir að hann kom inn á, tók góð hlaup og teygði vel á Leiknisvörninni. Leikurinn opnaðist nokkuð síðustu 20 mínúturnar og voru Leiknismenn í raun sjálfum sér verstir en þeir voru veikir fyrir þegar þeir sóttu sjálfir og misstu boltann svo. Þeir virtust ætla að sleppa með það en FH-ingar áttu tromp uppi í erminni eins og áður sagði. Þeir nýttu tækifærið sem þeir fengu og hirtu öll þrjú stigin.Eyjólfur Tómasson kýlir frá marki sínu í kvöld.vísir/andri marinóFreyr: Sá enga hvatningu í þessu þegar ég fór inn í klefa Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, var að vonum súr í broti eftir tap Breiðhyltinga fyrir FH í kvöld. Hann bar þó höfuðið hátt og kvaðst stoltur af sínum mönnum. "Þetta er með því sárara. Við erum mjög vonsviknir," sagði Freyr eftir leikinn en hvað gerðist í sigurmarki FH sem Steven Lennon skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma? "Við erum með boltann 15 sekúndum áður, á okkar sóknarþriðjungi, töpum honum, erum lengi að pressa og erum út um allan völl. Þeir fara upp vinstra megin og koma boltanum fyrir og þar eru þeir með frábæran leikmann sem tókst að skora," sagði Freyr. "Við vissum að þetta FH-lið er frábært en við vorum búnir að standa allt af okkur. Við vorum heppnir í eitt skiptið þegar boltinn fór í slá en annars gekk þetta vel. "Planið gekk frábærlega og strákarnir voru duglegir. Við prófuðum nýja hluti á móti FH. Það þarf að skera af þeim nokkur vopn til að eiga möguleika og við áttum möguleika í dag og rúmlega það." Leiknismenn ógnuðu sama og ekkert í kvöld og voru ekki líklegir til að skora. Freyr sagði það viðbúið. "Það var svolítið meðvitað. Við ætluðum að eiga ákveðin upphlaup og komast í stöður sem við ætluðum að nýta okkur. Við gerðum það stundum vel en alltof oft illa, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum ragir á boltanum en við löguðum það í seinni hálfleik. "Þeir náðu að þrýsta á okkur í seinni hálfleik en við stóðum það af okkur," sagði Freyr en hvaða áhrif mun þetta sárgrætilega tap hafa á Leiknismenn? "Þegar ég fór inn í klefa áðan sá ég enga hvatningu í þessu. En við vorum að spila við besta lið landsins og við stjórnuðum leiknum, að okkar mati, með varnarleik. "Strákarnir mega alveg vera stoltir af mjög mörgu sem þeir gerðu í dag," sagði Freyr að lokum.Atli Guðnason lagði upp mark FH.vísir/andri marinóHeimir: Var farinn að hafa áhyggjur "Það var frábært að sjá boltann inni. Við fengum eina sókn í lokin, við náðum að skipta boltanum yfir til vinstri á Atla Guðnason sem sendi fyrir á Lenny (Steven Lennon) sem kláraði þetta vel. "Það er sætt að vinna því mér fannst Leiknismennirnir mjög góðir í þessum leik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir dramatískan sigur Hafnfirðinga á Leikni á útivelli í kvöld. "Leiknismenn skildu allt eftir á vellinum og voru mjög vel skipulagðir. Þótt við værum sterkari gekk okkur erfiðlega að brjóta þá niður en það hafðist að lokum. Leiknir á eftir að hala inn fullt af stigum ef þeir halda áfram að spila svona," bætti Heimir við. Hann viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því að markið kæmi ekki en það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma þegar Lennon gerði sigurmarkið. "Já, ég var farinn að hafa áhyggjur af því. En við höldum alltaf áfram og leikurinn er rúmlega 90 mínútur," sagði Heimir. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru miklu sterkari aðilinn fyrstu 20 mínúturnar. Atli Viðar Björnsson var í tvígang nálægt því að skora en svo datt leikur FH niður. "Við byrjuðum þennan leik mjög vel en eftir 15-20 mínútur hættum við að spila boltanum og drógum úr hraðanum í spilinu í staðinn fyrir að hækka það," sagði Heimir sem var ánægður með einbeitingu sinna manna. Leiknismenn spila fast en Heimir segir að það hafi ekki farið í taugarnar á FH-ingum. "Nei, við vorum staðráðnir í að láta ekkert fara í taugarnar á okkur og við héldum áfram að spila fótbolta allan leikinn. Mér fannst Leiknismennirnir alls ekki grófir en þeir voru fastir fyrir." FH hefur nú haldið hreinu í tveimur leikjum í röð með þá Pétur Viðarsson og Davíð Þór Viðarsson í hjarta varnarinnar. En ætlar Heimir að halda áfram að nota Davíð sem miðvörð þótt hann sé miðjumaður að upplagi? "Það er jákvætt að halda hreinu því þá þarf bara eitt mark til að vinna," sagði Heimir. "Það á eftir að koma í ljós hvort Davíð verður þarna í næstu leikjum. Kassim (Doumbia) er búinn að vera meiddur en er að koma til og Brynjar (Ásgeir Guðmundsson) er byrjaður að æfa. En Davíð hefur staðið sig vel í þessum tveimur leikjum."vísir/andri marinóvísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti