Fótbolti

Sjáðu fyrstu stikluna úr heimildarmynd Sölva um íslenska landsliðið | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Íslands og Hollands.
Úr leik Íslands og Hollands. Vísir/Ernir
Sölvi Tryggvason er þessa dagana að vinna í heimildarmynd um undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu en hann hefur elt íslenska liðið frá fyrsta leik við gerð myndarinnar.

Eftir að hafa verið hársbreidd frá því að komast á Heimsmeistaramótið í Brasilíu síðasta sumar ákvað Sölvi að vinna að gerð myndarinnar.

Hefur hann fengið aukið aðgengi að liðinu og tekið upp ævintýrið en Ísland er fyrir leikinn annað kvöld í efsta sæti riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir.

Ræðir Sölvi meðal annars við þjálfarateymið, leikmenn og stuðningsmenn liðsins en fyrstu stikluna má sjá hér fyrir neðan.

Sölvi safnar fyrir gerð myndarinnar á Karolina Fund þar sem styrktaraðilar geta tryggt sér miða á myndina, áritaða landsliðstreyju og þar fram eftir götunum. Nánar um það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×