Körfubolti

Treyja númer 55 upp í rjáfur til heiðurs Mutombo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mutombo var gríðarlega öflugur varnarmaður á sínum tíma.
Mutombo var gríðarlega öflugur varnarmaður á sínum tíma. vísir/afp
Atlanta Hawks ætlar að hengja treyju númer 55 upp í rjáfur til heiðurs Dikembe Mutombo en miðherjinn bar þetta númer meðan hann var í herbúðum félagsins á árunum 1996-2001. Atlanta staðfesti þetta á Twitter-síðu félagsins í dag.

Treyja Mutombo verður hengd upp í rjáfur í við hátíðlega athöfn í Philips Arena fyrir leik Atlanta og Boston Celtics 24. nóvember næstkomandi.

Aðeins þremur öðrum leikmönnum í sögu Atlanta hefur hlotnast þessi heiður; Bob Pettit, Lou Hudson og Dominique Wilkins.

Mutombo, sem er frá Kongó, lék í fimm ár með Atlanta og var á þeim tíma þrívegis valinn varnarmaður ársins í NBA.

Mutombo var með 11,6 stig, 12,7 fráköst og 3,1 varið skot að meðaltali í leik á ferli sínum með Atlanta.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×