Veikleikavæðing og skilyrðingar Bjarni Karlsson skrifar 17. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Hjálparstarf Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun