Fótbolti

Inter með fullt hús stiga | Slæmt kvöld hjá Juventus og Roma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Felipe Melo fagnaði vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmark Inter.
Felipe Melo fagnaði vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmark Inter. Vísir/Getty
Inter er enn með fullt hús stiga í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-0 sigur á Verona á San Siro í kvöld.

Brasilíumaðurinn Felipe Melo skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu en Inter er búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa og einungis fengið á sig eitt mark.

Emil Hallfreðsson lék ekki með Verona vegna meiðsla en liðið er í 15. sæti deildarinnar með þrjú stig.

Vandræði Juventus halda áfram en ítölsku meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við nýliða Frosinone á heimavelli.

Simone Zaza kom Juventus yfir á 50. mínútu og þannig var staðan þangað til í uppbótartíma þegar Leonardo Blanchard jafnaði metin og tryggði Frosinone sitt fyrsta stig í deildinni.

Juventus er í 13. sæti deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki.

Þá tapaði Roma 2-1 fyrir Sampdoria á útivelli. Ítalski landsliðsmaðurinn Éder kom Sampdoria yfir á 50. mínútu en Mohamed Salah jafnaði metin á þeirri 69. Kostas Manolas tryggði svo Sampdoria sigurinn þegar hann setti boltann í eigið mark fimm mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×